Hrosskell Þorsteinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hrosskell Þorsteinsson var landnámsmaður í Hvítársíðu í Borgarfirði og bjó á Hallkelsstöðum.

Samkvæmt Landnámabók var Hrosskell sonur Þorsteinsson Þrándarsonar nefju en móðir hans var Lofthæna dóttir Arinbjarnar hersis úr Fjörðum og Ástríðar slækidrengs, dóttur Braga skálds og Lofthænu Erpsdóttur konu hans. Hrosskell fór til Íslands, lenti skipi sínu í Grunnafirði og bjó fyrst á Akranesi en Ketill og Þormóður gamli Bresasynir hröktu hann burt þaðan. Þá fór hann upp í Hvítársíðu og nam þar land milli Kjarrár og Fljóta. Hann gaf land Þorgauti skipverja sínum og Þorvarði.

Kona hans var Jóreiður, dóttir Ölvis sonar Möttuls Finnakonungs. Sonur þeirra hét Hallkell og bjó hann eftir föður sinn á Hallkelsstöðum.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók. Af snerpa.is“.