Djúpifjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Djúpifjörður
Kort - Djúpifjörður

Djúpifjörður er stuttur fjörður í Austur-Barðastrandarsýslu á milli Þorskafjarðar og Gufufjarðar. Fjörðurinn afmarkast af Hallsteinsnesi til austurs og Grónesi til vesturs. Þrátt fyrir nafnið er Djúpifjörður grunnur og nánast samfelldar leirur á fjöru en þröngur áll gengur út miðjan fjörðinn. Mynni fjarðarins lokast af eyjaklasa.

Samnefndur bær er í botni Djúpafjarðar en þar er oft snjóþungt á vetrum. Þjóðvegur 60, Vestfjarðavegur, liggur ofan í fjörðinn, að austan yfir Hjallaháls en að vestan yfir Ódrjúgsháls.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson (1980). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.