Þorbjörn loki Böðmóðsson
Útlit
Þorbjörn loki Böðmóðsson var landnámsmaður í Austur-Barðastrandarsýslu og nam Djúpafjörð vestanverðan og Grónes til Gufufjarðar.
Samkvæmt Landnámabók var Þorbjörn sonur Böðmóðs úr Skut. Sonur Þorbjarnar var Þorgils, sem bjó á Þorgilsstöðum í Djúpafirði. Kollur sonur Þorgils giftist Þuríði Þórisdóttur Hallaðarsonar jarls í Orkneyjum, Rögnvaldssonar Mærajarls. Sonur þeirra var Þorgils, sem kvæntist Otkötlu Jörundardóttur, Atlasonar rauða, Úlfssonar skjálga, og Jörundur sonur þeirra átti Hallveigu Oddadóttur Ketilssonar gufu. Hvamm-Sturla var afkomandi þeirra.