Fara í innihald

Hraunsfjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hraunsfjörður

Hraunsfjörður er fjörður á norðanverðu Snæfellsnesi, sem gengur inn úr Kolgrafafirði. Hann er langur en þröngur. Berserkjahraun liggur að Hraunsfirði og hefur runnið út í hann þannig að það þrengir mjög að honum. Þar sem hann er þrengstur heitir Mjósund og var Hraunsfjörður brúaður þar árið 1961, fyrstur íslenskra fjarða. Á flóði og fjöru er út- og innstreymi undir brúnni svo mikið að straumurinn líkist beljandi stórfljóti. Ný brú var reist utar yfir fjörðinn árið 1993 og liggur þjóðvegurinn á milli Stykkishólms og Grundarfjarðar um hana nú.

Á hálendinu upp af Hraunsfirði eru tvö góð veiðivötn, Hraunsfjarðarvatn og Baulárvallavatn.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.