Kolli (landnámsmaður á Ströndum)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kolli er sagður hafa verið landnámsmaður í Kollafirði á Ströndum. Hann nam Kollafjörð og jörðina Skriðinsenni í Bitru og bjó á Felli í Kollafirði. Þjóðsagan segir að Kolli sé grafinn í Mókollsdal, í Mókollshaugi. Þegar hann fann að aldurinn var að færast yfir hann, valdi hann staðinn til hinstu hvílu með því að henda hamri aftur fyrir sig af hlaðinu á Felli og yfir bæinn og fjallið Klakk og niður í Mókollsdal. Þar sem hamarinn loksins lenti var hann dysjaður.

Löngu síðar, seint á 20. öld var líka stofnað Ungmennafélagið Kolli í Kollafirði. Mókollur sem oftast var kallaður bjórkollur og var lukkudýr HM í handbolta á Íslandi 1995 var hins vegar ekkert skyldur landnámsmanninum Kolla.