Álftafjörður (Ísafjarðardjúpi)
Útlit
Álftafjörður er næstysti fjörðurinn, sem gengur suður úr Ísafjarðardjúpi. Arnarnes skilur fjörðinn frá Skutulsfirði til vesturs en til suðurs afmarkast fjörðurinn af Kambsnesi. Við Álftafjörð stendur þorpið Súðavík en fyrir ofan það gnæfir svipmikið fjall, Kofri. Inn úr botni fjarðarins ganga tveir stuttir dalir, Hattardalur og Seljalandsdalur. Úr Seljalandsdal má ganga yfir í bæði Önundarfjörð og Dýrafjörð.
Norðmenn voru umsvifamiklir í Álftafirði um aldamótin 1900 og höfðu þar bæði hvalveiðistöðvar og síldarvinnslu.
Eyvindur kné af Ögðum er nefndur hér landnámsmaður.
Byggðir Bæir
[breyta | breyta frumkóða]Eyðibýli
[breyta | breyta frumkóða]Tengill
[breyta | breyta frumkóða] Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.