„Sjálfstæðisflokkurinn eldri“: Munur á milli breytinga

Jump to navigation Jump to search
Sjálfstæðisflokkurinn vann góðan sigur í [[Alþingiskosningar 1914|Alþingiskosningunum 1914]]. Ráðherraefni flokksins var [[Sigurður Eggerz]] en hann sagði af sér ráðherradómi eftir örfáa mánuði þar sem [[Danakonungur]] féllst ekki á kröfur flokksins í stjórnskipunarmálum. Þar með var komin upp stjórnarkreppa, en Sigurður sat þó í embætti á meðan. Árið 1915 kallaði konungur þrjá þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þá [[Guðmundur Hannesson|Guðmund Hannesson]], [[Sveinn Björnsson|Svein Björnsson]] og [[Einar Arnórsson]] á sinn fund. Eftir þau fundarhöld var Einar Arnórsson skipaður ráðherra Íslands þrátt fyrir að hafa ekki umboð flokks síns. Tókst ráðherra að fá Alþingi til að samþykkja breytingar á stjórnarskrá sem ýmsir Sjálfstæðismenn töldu ganga á skjön við stefnu flokksins og þau skilyrði sem Sigurður Eggerz hafði áður sett.
 
Afleiðing þessa varð klofningur í flokknum þar sem meirihluti þingflokksins lýsti sig andsnúinn ráðherradómi Einars en minnihlutinn studdi hann. Fullur fjandskapur varð milli fylkinganna tveggja sem báðar gerðu tilkall til þess að vera hinn rétti Sjálfstæðisflokkur. Gárungar höfðu farið að kalla flokksbrotin ''langsum'' og ''þversum'', þar sem Einar Arnórsson og félagar tilheyrðu Sjálfstæðisflokknum-langsum en Sigurður Eggerz og hans menn töldust Sjálfstæðisflokkurinn-þversum. Gengu fylkingarnar klofnar til tvennra Alþingiskosninga árið 1916, fyrst í landskjöri þar sem þversum-fylkingin fékk tvo menn en langsum-fylkingin engan og þvínæst margklofinn í sjálfum [[Alþingiskosningar 1916|Alþingiskosningunum 1916]] þar sem þversum hlauphlaut sjö menn, langsum fékk þrjá, ''óháðir Sjálfstæðismenn'' þrjá og einn var kjörinn utan flokka. Þegar til þings kom skiptu flokksmenn sér upp í tvo þingflokka.
 
=== Stjórnarseta ===
Óskráður notandi

Leiðsagnarval