Bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kosningar til bæjarstjórnar í Reykjavík voru fyrst haldnar árið 1836 og síðast árið 1958. Fyrst var bæjarstjóri kosinn beinni kosningu árið 1920. Eftir að nafni Reykjavíkurbæjar var breytt í Reykjavíkurborg, var farið að tala um borgarstjórn í stað bæjarstjórn. Fyrst var kosið til borgarstjórnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum 1962. Niðurstöður kjörfunda fyrir árið 1908 er að finna í Borgara- og bæjarstjórnarbókum Reykjavíkur sem varðveittar eru í Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Fyrsti hluti þeirra frá 1836-1872 er útgefinn í ritinu Bæjarstjórn í mótun. Reykjavík 1971.

1906[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
Þjóðræðisfélagið Kristján Jónsson
Þjóðræðisfélagið Jón Magnússon
Völundar-menn Magnús S. Blöndahl
Heimastjórnarfélagið Fram Jón Þorláksson
Listi kaupmanna Ásgeir Sigurðsson
Sjómannafélagið Aldan Þorsteinn Þorsteinsson
Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
Þjóðræðisfélagið 60 21 2
Völundar-menn 53 19 1
Heimastjórnarfélagið Fram 46 16 1
Listi kaupmanna 45 16 1
Sjómannafélagið Aldan 28 10 1
Aðrir 45 16 0
Ógildir 3 1
Alls 280 100 3

Kosið var 3. janúar. Valdir voru sex fulltrúar með kjörtímabil til sex ára. Kosningarétt höfðu einungis útsvarsgreiðendur úr hópi hærri gjaldenda. 428 voru á kjörskrá og greiddu 280 atkvæði. Listakosning var viðhöfð í fyrsta sinn og komu átta listar fram. Öllum var heimilt að stilla mönnum upp á framboðslista, jafnvel að þeim forspurðum. Þrátt fyrir fjölda framboðslista buðu kosningarnar ekki upp á miklar pólitískar sviptingar. Þetta voru fyrstu kosningarnar í Reykjavík þar sem konur voru kjörgengar, ef þær voru ógiftar og skattgreiðendur. Til tals kom að bjóða fram sérstakan lista kvenna, en það varð ekki að veruleika fyrr en tveimur árum síðar.

1908[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
F Katrín Magnússon
F Þórunn Jónassen
F Bríet Bjarnhéðinsdóttir
F Guðrún Björnsdóttir
D Lárus H. Bjarnason
D Klemens Jónsson
D Sighvatur Bjarnason
K Knud Zimsen
K Magnús Blöndal
G Halldór Jónsson
G Sveinn Jónsson
A Þórður Thoroddsen
C Jón Jensson
I Kristján Jónsson
N Kristján Þorgrímsson
Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
F-listi (Kvennalisti) 345 21,3 4
D-listi (Heimastjórnarfélagið Fram) 235 14,5 3
K-listi (Listi Iðnaðarmannafélagsins) 190 11,7 2
G-listi (Listi Góðtemplara) 161 9,9 2
A-listi (Listi Dagsbrúnar) 116 7,1 1
C-listi (Listi Landvarnarmanna) 95 5,9 1
I-listi (Listi Þjóðræðismanna) 78 4,8 1
N-listi ( Listi Sjálfboðaliðs) 75 4,6 1
E-listi (Listi skipaður kaupmönnum) 68 4,2 0
J-listi (Listi sjómannafélaganna) 64 4,0 0
B-listi (Listi Verkamannasambandsins) 38 2,3 0
E-listi (Listi Framfarafélagsins) 34 2,1 0
L-listi 28 1,7 0
P-listi 21 1,3 0
Q-listi 18 0,1 0
H-listi 7 0,1 0
R-listi 5 0,1 0
O-listi 4 0,1 0
Ógildir 38 2,3
Alls 1.620 100 15

Kosið var 24. janúar. Listakosning viðhöfð og reyndist mörgum erfitt að skilja hvernig hið nýja kosningakerfi virkaði. Raunar hafði sama tilhögun verið höfð á tveimur árum fyrr, en í það sinnið kusu einungis tekjuhærri íbúar bæjarins og þá um aðeins sex fulltrúa. Mikill fjöldi framboða kom fram, þar sem forystumenn í bæjarmálum vildi flestir leiða sinn lista. Nöfn nokkurra einstaklinga komu fyrir á fleiri en einum framboðslista, þar sem heimilt var að stilla mönnum upp á lista að þeim forspurðum. Tíu af átján framboðslistum hlutu engan mann kjörinn og féllu atkvæði þeirra því dauð niður.

Óhætt er að segja að reykvískar konur hafi nýtt sér vel þessa ringulreið. Giftar konur höfðu nú öðlast kosningarétt og stilltu kvenfélög bæjarins upp sameiginlegum lista. Hlaut hann 345 atkvæði eða rösklega fimmtung atkvæða. Allir fjórir frambjóðendur kvennalistans náðu kjöri. Eftir á að hyggja var það kæruleysi hjá konunum að stilla ekki upp fleiri frambjóðendum, því litlu mátti muna að fylgið dygði fyrir fimmta fulltrúanum.

Önnur þau framboð sem bestum árangri náðu, voru einnig boðin fram af stjórnmálafélögum eða hagsmunahópum. Listi Fram, félags Heimastjórnarmanna, hlaut þrjá fulltrúa, listi á vegum Iðnaðarmannafélagsins tvo og það sama gilti um lista sem Góðtemplarar stóðu að. Úrslitin urðu því mjög til að ýta undir stofnun og skipulag formlegra stjórnmálafélaga í Reykjavík.

1910[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Tryggvi Gunnarsson
B Jón Þorláksson
B Arinbjörn Sveinbjarnarson
E Pétur G. Guðmundsson
A Katrín Magnússon
Listi Atkvæði
Fj. Bæjarf.
B-listi Heimastjórnarfélagsins Fram 508 38,4 3
E-listi Dagsbrúnar 319 24,1 1
A-listi Kvennalisti 275 20,8 1
D-listi Bindindismanna 103 7,8 0
C-listi Kaupmanna 86 6,5 0
Ógildir 31 2,3
Alls 1322 100 5

Kosið var 29. janúar um fimm af fimmtán sætum í bæjarstjórn. Dregin voru út nöfn fimm bæjarfulltrúa sem kjósa skyldi um á nýjan leik. Fimm listar voru í kjöri: listi Heimastjórnarflokksins, listi Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Kvennalisti, listi Góðtemplara og listi sem nokkrir kaupmenn stóðu saman að.

Tryggvi Gunnarsson var efstur á lista Heimastjórnarmanna, en síðla árs 1909 hafði Björn Jónsson ráðherra vikið honum úr starfi sem bankastjóri Landsbankans. Stuðningsmenn ráðherra tefldu ekki fram lista í kosningunum, en áttu fulltrúa á lista Dagsbrúnar. Því litu Heimastjórnarmenn á kosningarnar öðrum þræði sem mælingu á styrk landsstjórnarinnar.[1]

1912[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Sveinn Björnsson
A Hannes Hafliðason
E Knud Zimsen
B Þorvarður Þorvarðsson
C Guðrún Lárusdóttir
Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A-listi (Sjálfstæðisflokkur) 493 27,9 2
E-listi (Heimastjórnarfélagið Fram) 414 23,4 (2)
C-listi (Kvennalisti) 374 21,1 1
B-listi (Listi Dagsbrúnar) 281 15,9 (1)
L-listi (P. Hjaltested úrsmiður efstur) 57 3,2 0
I-listi (Guðmundur Hannesson efstur) 30 1,7 0
H-listi (Hannes Þorsteinsson efstur) 18 1,0 0
D-listi (Sveinn Björnsson efstur) 16 0,9 0
G-listi (Jóhannes Jósefsson efstur) 13 0,7 0
F-listi (Bríet Bjarnhéðinsdóttir efst) 10 0,6 0
J-listi (Sigurður Jónsson efstur) 4 0,2 0
K-listi (Þorvarður Þorvarðsson efstur) 1 0,1 0
Ógildir 55 3,1
Alls 1.766 100 5

Kosið var 27. janúar um fimm af fimmtán sætum í bæjarstjórn. Dregin voru út nöfn fimm bæjarfulltrúa sem kjósa skyldi um á nýjan leik. Tólf listar voru í framboði, en fjórir fengu obbann af atkvæðunum, listar Heimastjórnarflokksins, Sjálfstæðisfloksins (gamla), Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Kvennaframboðið.

Hin framboðin átta fengu mun minna fylgi og allt niður í eitt atkvæði. Listar þessir voru margir hverjir skipaðir sama fólki og vinsælli framboðslistarnir en í annarri röð, þannig var Bríet Bjarnhéðinsdóttir í öðru sæti á hinum opinbera Kvennalista, en efst á F-lista, sem einnig var skipaður konum. Þorvarður Þorvarðsson var kjörinn í bæjarstjórn, en hann var bæði á framboðslista Heimastjórnarfélagsins og efsti frambjóðandi Dagsbrúnar. Þá var hann efstur á K-lista sem hlaut aðeins eitt atkvæði.

Kjörsókn þótti léleg eða rétt rúmlega 40%.[2]

1914[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Sighvatur Bjarnason
A Jóhann Jóhannesson
G Magnús Helgason
G Sigurður Jónsson
C Bríet Bjarnhéðinsdóttir
Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A-listi (Sjálfstæðisflokkur) 264 23,0 2
G-listi (Heimastjórnarfélagið Fram) 249 21,7 2
C-listi (Kvennalisti) 135 11,8 1
D-listi (Listi Dagsbrúnar) 89 7,8 0
E-listi (Þjóðræðismenn) 76 6,6 0
B-listi (Kristján Ó. Þorgrímsson efstur) 68 6,0 0
F-listi (P. Hjaltested úrsmiður efstur) 46 4,0 0
Ógildir 221 19,3
Alls 1.148 100 5

Kosið var 25. janúar um fimm af fimmtán sætum í bæjarstjórn. Dregin voru út nöfn fimm bæjarfulltrúa sem kjósa skyldi um á nýjan leik. Kosið var eftir nýjum reglum, sem heimiluðu kjósendum að strika út af framboðslistum eða endurraða þeim. Fyrir vikið varð hlutfall ógildra atkvæða mjög hátt. Sjö listar voru í framboði, en flest atkvæði fengu listar Heimastjórnarflokksins, Sjálfstæðisfloksins (gamla), Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Kvennaframboðið.[3]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Benedikt Sveinsson
A Geir Sigurðsson
B Jón Magnússon
Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A-listi (Sjálfstæðisflokkur) 739 52,8 2
B-listi (Heimastjórnarfélagið Fram) 249 28,3 1
C-listi (Templaralisti) 135 11,1 0
D-listi (Halldór Daníelsson yfirdómari efstur) 64 4,6 0
Ógildir 45 3,2
Alls 1.399 100 3

Aukakosningar voru haldnar 5. desember um þrjú sæti í bæjarstjórn. Jóhann Jóhannesson, sem kjörinn hafði verið í ársbyrjun lést í nóvember. Knud Zimsen sagði af sér, þar sem hann hafði tekið við störfum borgarstjóra og Pétur G. Guðmundsson var fluttur úr bænum. Fjórir listar voru í framboði. Auk Heimastjórnarflokksins og Sjálfstæðisfloksins (gamla) buðu Templarar fram lista. Fjórði framboðslistinn var óháður flokkum eða félögum.[4]


1916[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Jón Þorláksson
A Thor Jensen
C Jörundur Brynjólfsson
C Ágúst Jósefsson
C Kristján V. Guðmundsson
Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
C-listi (Listi verkalýðsfélaganna) 911 44,9 3
A-listi (Heimastjórnarfélagið Fram) 643 31,7 2
D-listi (Kvennalisti) 204 10,1 0
B-listi (Sjálfstæðisflokkur) 163 8,0 0
E-listi (Thor Jensen efstur) 80 3,9 0
Ógildir 36 1,8
Alls 2.028 100 5

Kosið var 31. janúar um fimm af fimmtán sætum í bæjarstjórn. Dregin voru út nöfn fimm bæjarfulltrúa sem kjósa skyldi um á nýjan leik. Fram komu fimm framboðslistar.

Listi verkalýðsfélaganna vann stórsigur, hlaut þrjá af fimm fulltrúum en auk Verkamannafélagsins Dagsbrúnar stóðu Hásetafélagið og Verkakvennafélagið Framsókn að framboðinu. Úrslit kosninganna urðu til þess að ýta undir sameiningu borgaralegu aflanna í bænum.

Heimastjórnarfélagið Fram fékk hin tvö sætin, en listar Sjálfstæðisfloksins (gamla) og Kvennaframboðið náðu ekki kjöri. Þrjú félög kvenna stóðu að Kvennalistanum, með Ingu Láru Lárusdótttur í efsta sæti. Kvenréttindafélagið stóð hins vegar ekki að framboðinu og studdi Bríet Bjarnhéðinsdóttir framboð Heimastjórnarmanna.

Fimmti framboðslistinn fékk langminnst fylgi. Hann státaði af Thor Jensen í efsta sæti, sem þó var í framboði fyrir Heimastjórnarflokkinn. Listanum hefur því verið ætlað að sundra atkvæðum Heimastjórnarmanna.[5]


1918[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Ólafur Friðriksson
A Þorvarður Þorvarðsson
A Jón Baldvinsson
B Sveinn Björnsson
B Jón Ólafsson
B Guðmundur Ásbjörnsson
B Inga Lára Lárusdóttir
Listi Atkvæði
Fj. Bæjarf.
A-listi 1193 40,9 3
B-listi 1.593 54,6 4
C-listi 76 2,6 0
Auðir 2 0,1
Ógildir 54 2,0
Alls 2.918 100 7

Kosið var 31. janúar um sjö af fimmtán sætum í bæjarstjórn. Þrír listar voru í kjöri: A-listi jafnaðarmanna, B-listi Sjálfstjórnar og C-listi, sem talinn var boðinn fram á vegum Sjálfstæðisflokksins þversum. [6]


1920[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Ólafur Friðriksson
A Jónína Jónatansdóttir
B Sigurður Jónsson
B Pétur Halldórsson
B Þórður Bjarnason
B Gunlaugur Claessen
Listi Atkvæði
Fj. Bæjarf.
A-listi 807 33,6 2
B-listi 1.562 65,3 4
C-listi 22 0,9 0
Auðir og ógildir 47 2,0
Alls 2.391 100 6

Kosið var 31. janúar um sex af fimmtán sætum í bæjarstjórn. Þrír listar voru í kjöri: A-listi jafnaðarmanna, B-listi Sjálfstjórnar og C-listi „Kjósendafélagsins“, sem var óháð framboð. [7]


Kjörinn bæjarfulltrúi
Þórður Sveinsson
Listi Atkvæði
Fj. Bæjarf.
Þórður Sveinsson 1.467 1
Georg Ólafsson 1.148 0

Efnt var til aukakosninga 6. nóvember um eitt sæti í bæjarstjórn. Félagið Sjálfstjórn studdi Georg Ólafsson, en Framsóknarmenn, Alþýðuflokksmenn og Sjálfstæðismenn þversum studdu Þórð Sveinsson.[8]


1922[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Pétur Magnússon
A Björn Ólafsson
A Jónatan Þorsteinsson
B Héðinn Valdimarsson
B Hallbjörn Halldórsson
Listi Atkvæði
Fj. Bæjarf.
A-listi 3.100 63,5 3
B-listi 1.757 36,0 2
Auðir og ógildir 26 0,5
Alls 4.883 100 5

Kosið var 28. janúar um þriðjung sæta í bæjarstjórn. Tveir listar voru í kjöri: A-listi borgaralegu aflanna, en að honum stóðu landsmálafélagið „Stefnir“ (sem stofnaðu var á grunni félagsins Sjálfsstjórnar og „Kjósendafélagið“ og B-listi Alþýðuflokksins. Hlutur kvenna þótti rýr á framboðslistunum og var stofnuð nefnd til að undirbúa framboð sérstaks kvennalista, en niðurstaða hennar var sú að hvorki væri tími né fjármagn til þess.

[9]

1924[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Ágúst Jósefsson
A Stefán Jóhann Stefánsson
B Guðmundur Ásbjörnsson
B Jón Ólafsson
B Þórður Sveinsson
Listi Atkvæði
Fj. Bæjarf.
A-listi 1.729 34,0 2
B-listi 3.237 63,6 3
C-listi 102 2,0 0
Auðir og ógildir 18 0,4
Alls 5.086 100 5

Kosið var 26. janúar um þriðjung sæta í bæjarstjórn. Þrír listar voru í kjöri: A-listi Alþýðuflokksins, B-listi borgaralegu aflanna og C-listi sem leiddur var af Magnúsi Sigurðssyni bankastjóra.

[10]

1926[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Ólafur Friðriksson
A Haraldur Guðmundsson
B Pétur Halldórsson
B Jón Ásbjörnsson
B Hallgrímur Benediktsson
Listi Atkvæði
Fj. Bæjarf.
A-listi 2.516 39,5 2
B-listi 3.820 60,0 3
Auðir 18 0,3
Ógildir 21 0,3
Alls 6.375 100 5

Kosið var 23. janúar um þriðjung sæta í bæjarstjórn. Tveir listar voru í kjöri: A-listi sem skipaður var forystumönnum Alþýðuflokksins og naut stuðnings Framsóknarmanna og B-listi borgaralegu aflanna.

[11]


1928[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
Alþ. Sigurður Jónasson til 2 ára
Alþ. Kjartan Ólafsson til 4 ára
Sj. Magnús Kjaran til 2 ára
Sj. Theódór Líndal til 2 ára
Sj. Guðrún Jónasson til 4 ára
Listi Atkvæði
Fj. Bæjarf.
Alþýðuflokkurinn 2.402 36,0 2
Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 1.018 15,2 0
Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 3.207 48,0 3
Auðir 27 0,4
Ógildir 25 0,4
Alls 6.679 100 5

Kosið var 28. janúar um þriðjung sæta í bæjarstjórn. [12]


1930[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
Fr. Hermann Jónasson
Fr. Páll Eggert Ólason
Alþ. Ágúst Jósefsson
Alþ. Ólafur Friðriksson
Alþ. Stefán Jóhann Stefánsson
Alþ. Haraldur Guðmundsson
Alþ. Sigurður Jónasson
Sj. Jón Ólafsson
Sj. Jakob Möller
Sj. Guðmundur Ásbjörnsson
Sj. Guðrún Jónasson
Sj. Pétur Halldórsson
Sj. Guðmundur Eiríksson
Sj. Pétur Hafstein
Sj. Einar Arnórsson
Listi Atkvæði
Fj. Bæjarf.
Alþýðuflokkurinn 3.987 35,3 5
Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 1.357 12,0 2
Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 6.033 53,5 8
Auðir 41 0,4
Ógildir 17 0,2
Alls 11.287 100 15

Gengið var til kosninga þann 26. janúar eftir nýjum lögum. Kosið var um alla borgarfulltrúana fimmtán í einu og kjörtímabil þeirra samræmt.[13]


1934[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
Fr. Hermann Jónasson
Alþ. Stefán Jóhann Stefánsson
Alþ. Jóhanna Egilsdóttir
Alþ. Ólafur Friðriksson
Alþ. Jón Axel Pétursson
Alþ. Guðmundur R. Oddsson
Sj. Bjarni Benediktsson
Sj. Jakob Möller
Sj. Guðrún Jónasson
Sj. Guðmundur Eiríksson
Sj. Guðmundur Ásbjörnsson
Sj. Jóhann Ólafsson
Sj. Sigurður Jónsson
Sj. Pétur Halldórsson
Komm. Björn Bjarnason
Listi Atkvæði
Fj. Bæjarf.
Alþýðuflokkurinn 6464 32,74 5
Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 1442 7,11 1
Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 9893 49,32 8
Kommúnistafl. 6464 8,03 1
Þjóðernissinnar 277 2,80 0
Auðir 56 0
Ógildir 22 0
Alls 14.357 100 15

[14]


1938[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
Fr. Jónas Jónsson
Samf. Stefán Jóhann Stefánsson
Samf Ársæll Sigurðsson
Samf. Soffía Ingvarsdóttir
Samf Jón Axel Pétursson
Samf. Björn Bjarnason
Sj. Guðmundur Ásbjörnsson
Sj. Bjarni Benediktsson
Sj. Jakob Möller
Sj. Guðrún Jónasson
Sj. Guðmundur Eiríksson
Sj. Valtýr Stefánsson
Sj. Helgi Hermann Eiríksson
Sj. Jón Björnsson
Sj. Gunnar Thoroddsen
Listi Atkvæði
Fj. Bæjarf.
Alþýðufl. og Kommúnistafl. 6464 35,76 5
Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 1442 7,98 1
Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 9893 54,73 9
Þjóðernissinnar 277 1,53 0
Auðir 154 0
Ógildir 50 0

[15]


1942[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
Alþ. Soffía Ingvarsdóttir
Alþ. Jón Axel Pétursson
Alþ. Haraldur Guðmundsson
Sj. Guðmundur Ásbjörnsson
Sj. Jakob Möller
Sj. Gunnar Þorsteinsson
Sj. Gunnar Thoroddsen
Sj. Guðrún Jónasson
Sj. Valtýr Stefánsson
Sj. Árni Jónsson
Sj. Helgi Hermann Eiríksson
Sós. Björn Bjarnason
Sós. Katrín Pálsdóttir
Sós. Sigfús Sigurhjartarson
Sós. Steinþór Guðmundsson
Listi Atkvæði
Fj. Bæjarf.
Alþýðuflokkurinn 4.212 21,6 3
Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 1.074 5,5 0
Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 9.334 47,8 8
Sósíalistaflokkurinn 4.558 23,4 4
Auðir 289 1,5
Ógildir 52 0,3
Alls 19.519 100 15

Kosningar þessar fóru fram 15. mars, en sveitarstjórnarkosningarnar 1942 fóru að öðru leyti fram 25. janúar.[16]


1946[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
Fr. Pálmi Hannesson
Alþ. Jón Blöndal
Alþ. Jón Axel Pétursson
Sj. Bjarni Benediktsson
Sj. Auður Auðuns
Sj. Sigurður Sigurðsson
Sj. Gunnar Thoroddsen
Sj. Guðmundur Ásbjörnsson
Sj. Hallgrímur Benediktsson
Sj. Friðrik V. Ólafsson
Sj. Jóhann Hafstein
Sós. Björn Bjarnason
Sós. Steinþór Guðmundsson
Sós. Sigfús Sigurhjartarson
Sós. Katrín Pálsdóttir
Listi Atkvæði
Fj. Bæjarf.
Alþýðuflokkurinn 3.952 16,2 2
Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 1.615 6,6 1
Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 11.833 48,6 8
Sósíalistaflokkurinn 6.946 28,5 4
Alls 24.450 100 15

[17]


1950[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
Fr. Þórður Björnsson
Alþ. Jón Axel Pétursson
Alþ. Magnús Ástmarsson
Sj. Guðmundur Ásbjörnsson
Sj. Auður Auðuns
Sj. Jóhann Hafstein
Sj. Gunnar Thoroddsen
Sj. Sigurður Sigurðsson
Sj. Guðmundur H. Guðmundsson
Sj. Hallgrímur Benediktsson
Sj. Pjetur Sigurðsson
Sós. Sigfús Sigurhjartarson /
Nanna Ólafsdóttir
Sós. Katrín Thoroddsen
Sós. Guðmundur Vigfússon
Sós. Ingi R. Helgason
Listi Atkvæði
Fj. Bæjarf.
Alþýðuflokkurinn 4.047 14,3 2
Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 2.374 8,4 1
Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 14.367 50,8 8
Sósíalistaflokkurinn 7.501 26,5 4
Auðir 260
Ógildir 65
Alls 28.616 100 15

Sveitarstjórnarkosningarnar 1950 fóru fram 29. janúar.[18] Sigfús Sigurhjartarson lést á miðju kjörtímabili og tók Nanna Ólafsdóttir sæti hans sem bæjarfulltrúi Sósíalistaflokksins.

1954[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
Fr. Þórður Björnsson
Alþ. Alfreð Gíslason
Alþ. Magnús Ástmarsson
Sj. Geir Hallgrímsson
Sj. Auður Auðuns
Sj. Sveinbjörn Hannesson
Sj. Gunnar Thoroddsen
Sj. Sigurður Sigurðsson
Sj. Guðmundur H. Guðmundsson
Sj. Einar Thoroddsen
Sj. Jóhann Hafstein
Sós. Petrína K. Jakobsson
Sós. Ingi R. Helgason
Sós. Guðmundur Vigfússon
Þjóðv. Bárður Daníelsson /
Gils Guðmundsson
Listi Atkvæði
Fj. Bæjarf.
Alþýðuflokkurinn 4.274 13,4 2
Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 2.321 7,3 1
Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 15.642 49,5 8
Sósíalistaflokkurinn 6.107 19,1 3
Þjóðvarnarflokkurinn 3.260 10,2 1
Auðir 290 1,0
Ógildir 88 0,2
Alls 31.982 100 15

Sveitarstjórnarkosningarnar 1954 fóru fram 31. janúar.[19] Rúmri viku fyrir kosningar tilkynnti efsti maður Þjóðvarnarflokksins, Bárður Daníelsson, að hann viki af framboðslista flokks síns vegna ásakana um spillingu. Kjörstjórn úrskurðaði daginn fyrir kosningar að slíkt væri óheimilt. Niðurstaðan varð sú að annar maður á framboðslistanum, Gils Guðmundsson, tók sæti í bæjarstjórn uns fallið var frá rannsókn á máli Bárðar þá um haustið. Töldu Þjóðvarnarmenn að málið hefði kostað þá heilan bæjarfulltrúa.

1958[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
Fr. Þórður Björnsson
Alþ. Magnús Ástmarsson
Sj. Magnús Jóhannesson
Sj. Þorvaldur Garðar Kristjánsson
Sj. Guðmundur H. Guðmundsson
Sj. Auður Auðuns
Sj. Gróa Pétursdóttir
Sj. Gunnar Thoroddsen
Sj. Geir Hallgrímsson
Sj. Björgvin Frederiksen
Sj. Einar Thoroddsen
Sj. Gísli Halldórsson
Sós. Guðmundur Vigfússon
Sós. Alfreð Gíslason
Sós. Guðmundur J. Guðmundsson
Listi Atkvæði
Fj. Bæjarf.
Alþýðuflokkurinn 2.860 8,2 1
Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 3.277 9,5 1
Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 20.027 57,7 10
Sósíalistaflokkurinn 6.698 19,3 3
Þjóðvarnarflokkurinn 1.831 5,3 0
Auðir 313
Ógildir 88
Alls 35.094 100 15

Sveitarstjórnarkosningarnar 1958 fóru fram 25. janúar.[20] Þetta voru síðustu bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Frá árinu 1962 var talað um borgarstjórnarkosningar í Reykjavík.


Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Lögrétta 2.febrúar 1910 bls.1
  2. Lögrétta 31.janúar 1912 bls.1 & Vísir 28.janúar 1912 bls.1
  3. Lögrétta 28.janúar 1914 bls.1 & Vísir 27.janúar 1914 bls.1
  4. Dagblaðið 7.desember 1914 bls.1
  5. Lögrétta 2.febrúar 1916 bls.1
  6. Vísir 1.febrúar 1918 bls.3
  7. Vísir 1.febrúar 1920 bls.1
  8. Vísir 7.nóvember 1920 bls.2
  9. Vísir 30.janúar 1922 bls.2
  10. Morgunblaðið 29.janúar 1924 bls.2
  11. Morgunblaðið 26.janúar 1926 bls.3
  12. Morgunblaðið 31.janúar 1928 bls.3
  13. Morgunblaðið 29.janúar 1930 bls.3
  14. Morgunblaðið 23.janúar 1934 bls.2
  15. Morgunblaðið 1.febrúar 1938 bls.3
  16. Morgunblaðið 17.mars 1942 bls.3
  17. Morgunblaðið 29.janúar 1946 bls.1
  18. Morgunblaðið 31.janúar 1950 bls.1
  19. Morgunblaðið 1.febrúar 1954 bls.1
  20. Morgunblaðið 28.janúar 1958 bls.1-2