Sokotra
Útlit
(Endurbeint frá Socotra)
Sokotra er eyja sem tilheyrir Jemen. Eyjan er þó nær Sómalíu og meginlandi Afríku en Jemen og meginlandi Asíu. Flatarmál hennar er um það bil 3700 km².
Um 60 000 manns byggja eyjuna. Á eyjunni er töluð sérstök mállýska, sokotrí, sem telst ein af fjórum mállýskum nútíma suður-arabísku.
Ásamt henni í klasa eru 3 minni eyjar; darsa, samha & Abd al Kuri.