Fara í innihald

Norður-Jemen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Norður-Jemen.

Norður-Jemen er almennt heiti á þeim ríkjum sem hafa farið með völd í því landsvæði sem í dag eru norðvestuhéruð Jemen á sunnanverðum Arabíuskaga. Þetta á einkum við um Konungsríkið Jemen frá 1918 til 1962 og Arabíska lýðveldið Jemen frá 1962 til 1990. Höfuðborg þessa svæðis var Sana'a.

Hvorugt þessara ríkja notaðist við heitið „Norður-Jemen“. Það heiti varð ekki almennt fyrr en Sambandsríki Suður-Arabíu, sem síðar varð Suður-Jemen, hlaut sjálfstæði frá Bretlandi árið 1967. Norður- og Suður-Jemen sameinuðust svo í eitt ríki árið 1990.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.