Friðrik Ómar Hjörleifsson
Friðrik Ómar | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Friðrik Ómar Hjörleifsson 4. október 1981 Akureyri, Ísland |
Uppruni | Öxnadalur, Akureyri, Dalvík, Ísland |
Störf |
|
Ár virkur | 1997–í dag |
Hljóðfæri | Rödd |
Útgáfufyrirtæki | Rigg viðburðir |
Friðrik Ómar Hjörleifsson[1] (f. 4. október 1981) er íslenskur söngvari sem hefur í tvígang verið tilnefndur sem söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum, árið 2006 og 2023. Friðrik hefur fjórum sinnum tekið þátt í forkeppni Íslands, Söngvakeppni Sjónvarpsins, árin 2006, 2007, 2008 og 2019. Árið 2006 lenti hann í þriðja sæti með lagið „Það sem verður”. Árið 2007 lenti hann í 2. sæti með laginu „Eldur“ en þau Regína Ósk Óskarsdóttir, sem saman mynda Eurobandið, sigruðu árið 2008 með laginu „This Is My Life“. Þau kepptu saman í Eurovision í Belgrad í Serbíu og urðu fyrst Íslendinga til að komast upp úr undankeppninni frá því að slíkt keppnisfyrirkomulag var tekið upp árið 2004. Árið 2019 tók hann aftur þátt í forkeppnininni með eigið lag og texta, „Hvað ef ég get ekki elskað“ sem lenti í öðru sæti. Samstarf hans með Jógvan Hansen hefur verið farsælt en þeir hafa gefið út nokkrar plötur og farið hringinn í kringum landið og haldið marga tónleika. Friðrik hefur stjórnað uppsetningu fjölda tónleika í nafni Rigg viðburða sem Friðrik rekur og er eigandi að. Má þar nefna Fiskidagstónleikana á Dalvík frá árinu 2013-2023.
Friðrik Ómar er fæddur á Fjórðungsjúkrahúsinu á Akureyri. Hann sleit barnskónum frá 7 ára aldri á Dalvík og er einn af þremur Eurovision-söngvurum sem þaðan koma. Hinir eru Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Matthías Matthíasson.
Plötur
[breyta | breyta frumkóða]- Jólasalat - 1997
- Hegg ekki af mér hælinn - 1998
- Ég skemmti mér - 2005
- Ég skemmti mér í sumar - 2006
- Annan dag - 2006
- Ég skemmti mér um jólin - 2007
- Eurobandið - 2008
- Vinalög - 2009
- Elvis - 2010
- Barnalög - 2011
- Outside the ring - 2013
- Kveðja - 2014
- Heima um jólin - 2015
- Í fjarlægð - 2023
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Evróvisjón: Röðin komin að Íslandi“. Rúv.is. 9. maí 2008.