Sjúkrahúsið á Akureyri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sjúkrahúsið á Akureyri merki.jpg

Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk), áður Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA), i veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Það er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins og gegnir lykilhlutverki í almannavörnum. Sjúkrahúsið er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað sinn í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Sjúkrahúsið á Akureyri leggur áherslu á samvinnu við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og tekur þátt í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á landsvísu og er miðstöð sjúkraflugs í landin u.Að jafnaði starfa þar 600 manns í um 460 ársstörfum, þar af um 50 læknar. Fjöldi þjónusturýma er 135, þar af 115 á legudeildum og 20 á dagdeildum. Nafni sjúkrahússins var breytt með lagasetningu 2007 og tók breytingin gildi 1. september sama ár.[1]

Húsnæði[breyta | breyta frumkóða]

Loftmynd af Sjúkrahúsinu á Akureyri í ágúst 2008.
Sjúkrahúsið á Akureyri úr lofti í ágúst 2008.

Heildarstærð húsnæðis aðalbyggingar SAk sem staðsett er á Eyrarlandsholti sunnan Lystigarðsins og austan Þórunnarstrætis er um 25 þúsund fermetrar. Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alla almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Sjúkrahúsið er þekkingarstofnun sem starfar í nánum tengslum við háskóla á sviði fræðslumála heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum.

Stjórn og hlutverk[breyta | breyta frumkóða]

Sjúkrahúsið á Akureyri starfar skv. lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og um það er fjallað í 21. gr. laganna. Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús. Það veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, m.a. á göngu- og dagdeildum, fyrir landsmenn og almenna sjúkrahúsþjónustu í sínu heilbrigðisumdæmi. Hlutverk þess er að:

  1. veita heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma samræmist skyldu slíks sjúkrahúss, m.a. sérfræðiþjónustu í helstu greinum læknisfræði, hjúkrunarfræði og eftir atvikum öðrum greinum heilbrigðisvísinda sem stundaðar eru hér á landi, með aðgengi að stoðdeildum og rannsóknadeildum,
  2. annast starfsnám háskólanema í heilbrigðisvísindagreinum við Háskólann á Akureyri,
  3. taka þátt í starfsnámi annarra háskólanema og framhaldsskólanema í grunn- og framhaldsnámi á heilbrigðissviði í samvinnu við Landspítala, Háskóla Íslands og aðrar heilbrigðisstofnanir og skóla,
  4. stunda vísindarannsóknir á heilbrigðissviði,
  5. gera fagfólki kleift að sinna fræðastörfum við Háskólann á Akureyri eða eftir atvikum aðra háskóla,
  6. vera varasjúkrahús Landspítala.Sjúkrahúsinu á Akureyri er heimilt með samþykki ráðherra að eiga aðild að rannsóknar- og þróunarfyrirtækjum sem eru hlutafélög, sjálfseignarstofnanir eða félög með takmarkaða ábyrgð og stunda framleiðslu og sölu í því skyni að hagnýta og þróa niðurstöður rannsókna sem sjúkrahúsið vinnur að hverju sinni. Forstjóri sjúkrahússins fer með eignarhlut þess í slíkum fyrirtækjum.

Ráðherra getur í reglugerð kveðið nánar á um starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri, m.a. hvaða sérhæfða þjónusta skuli veitt á sjúkrahúsinu.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 http://www.althingi.is/lagas/nuna/2007040.html

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]