Morðið á Abraham Lincoln

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Teikning af morðinu á Abraham Lincoln.

Morðið á Abraham Lincoln átti sér stað þann 14. apríl 1865 þegar Abraham Lincoln þáverandi forseti Bandaríkjanna var skotinn til bana af John Wilkes Booth í Ford-leikhúsinu í Washington, D.C. þar sem hann var á leiksýningunni Our American Cousin. John Wilkes Booth var leikari og var hliðhollur Suðurríkjasambandinu. Eftir að hafa skotið Lincoln hoppaði Booth niður á leiksviðið og hrópaði „Sic semper Tyrannis“ áður en hann hljóp út. Lincoln lést degi síðar. John Wilkes Booth var á flótta í 12 daga áður en hann var skotinn til bana þann 26. apríl.

Þann 9. febrúar 1956 var sýndur sjónvarpsþátturinn I've Got a Secret þar sem hinn tæplega 96 ára gamli Samuel J. Seymour afhjúpaði að hann væri síðasti einstaklingurinn á lífi sem var á leiksýningunni en hann var 5 ára þegar hann fór á umrædda leiksýningu.

  Þessi sögugrein sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.