Fjörgyn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Hluti af greinaflokknum
Norræn goðafræði
Ardre Odin Sleipnir.jpg
Helstu goð
Æsir: Óðinn, Þór, Baldur, Loki, Höður, Bragi, Mímir
Ásynjur: Frigg, Iðunn, Sif
Vanir: Njörður, Freyja, Freyr
Aðrir
Jötnar: Ýmir, Bor, Bestla, Angurboða, Skaði, Hel, Ægir
Skepnur: Auðhumla, Fenrisúlfur, Sleipnir, Miðgarðsormur, Heiðrún, Tanngnjóstur og Tanngrisnir, Huginn og Muninn
Aðrir: Askur og Embla; Urður, Verðandi og Skuld; Dvergar, Álfar
Staðir
Ásgarður, Valhöll, Miðgarður, Útgarður, Niflheimur, Hel, Bifröst, Askur Yggdrasils
Rit
Sæmundaredda, Snorra-Edda, Heimskringla, Gesta Danorum
Trúfélög
Íslenska ásatrúarfélagið, Danska ásatrúarfélagið, Ásatrúarfélagið Bifröst, Reykjavíkurgoðorð.

Fjörgyn kemur fyrir í norrænni goðafræði og merkir Jörð, móðir Þórs. Í Völuspá segir (57. erindi):

Þá kemur inn mæri
mögur Hlóðynjar,
gengur Óðins sonur
við orm vega,
drepur hann af móði
Miðgarðs véur,
munu halir allir
heimstöð ryðja;
gengur fet níu
Fjörgynjar bur
neppur frá naðri
níðs ókvíðinn.

Merking vísunnar er eitthvað á þessa leið: Þá kemur hinn ágæti sonur Jarðar (þ.e. Þór), gengur sonur Óðins (þ.e. Þór) fram að berjast við orminn, sem drepur verndara Miðgarðs (þ.e. Þór) með eiturblæstri (krafti), allir menn tortíma hinum byggða heimi, sonur Jarðar (Þór) gengur, að þrotum kominn, níu fet í burtu frá orminum, áhyggjulaus yfir illu umtali (yfirleitt skýrt þannig að Þór hafi nú engar áhyggjur af því að vera brigslað um hugleysi því hann er búinn að drepa orminn).