Fara í innihald

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2016

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Eurovision 2016)
Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva 2016
Come Together
Dagsetningar
Undanúrslit 110. maí 2016
Undanúrslit 212. maí 2016
Úrslit14. maí 2016
Umsjón
VettvangurGlobe Arena
Stokkhólmur, Svíþjóð
Kynnar
FramkvæmdastjóriJon Ola Sand
SjónvarpsstöðSveriges Television (SVT)
Vefsíðaeurovision.tv/event/stockholm-2016 Breyta á Wikidata
Þátttakendur
Fjöldi þátttakenda42
Frumraun landaEngin
Endurkomur landa
Taka ekki þátt
Þátttakendur á korti
  •   Lönd sem taka þátt
  •   Komst ekki áfram úr undanúrslitum
  •   Lönd sem hafa tekið þátt en ekki árið 2016
Kosning
KosningakerfiHvert land gefur tvö sett af 12, 10, 8–1 stigum til tíu laga.
Sigurvegari Úkraína
Jamala
Sigurlag„1944“
2015 ← Eurovision → 2017

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2016 var haldin í Stokkhólmi í Svíþjóð eftir að Måns Zelmerlöw vann keppnina 2015 með lagið „Heroes“. Undankeppnirnar tvær voru haldnar 10. og 12. maí, og aðalkeppnin var haldin 14. maí. 42 lönd tóku þátt í keppninni, þar sem Bosnía og Hersegóvína, Búlgaría, Króatía og Úkraína sneru aftur. Portúgal og Rúmenía tóku ekki þátt í þessari keppni.

Úkraína var sigurvegari í keppninni, en Jamala vann með lagið „1944“. Þetta var annar sigur Úkraínu, sá fyrri var 2004. Þetta var í fyrsta skipti síðan að dómnefnd var kynnt til sögunnar 2009 að sigurvegarinn var hvorki í efsta sæti dómnefndar, þar sem Ástralía vann það sæti, né í efsta sæti símakosningar, þar sem Rússland var í því sæti. Þetta var fyrsta lagið með texta á krímtatarísku sem hefur unnið eða verið flutt í keppninni.

  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.