Bragi (norræn goðafræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hluti af greinaflokknum
Norræn goðafræði
Ardre Odin Sleipnir.jpg
Helstu goð
Æsir: Óðinn, Þór, Baldur, Loki, Höður, Bragi, Mímir
Ásynjur: Frigg, Iðunn, Sif
Vanir: Njörður, Freyja, Freyr
Aðrir
Jötnar: Ýmir, Bor, Bestla, Angurboða, Skaði, Hel, Ægir
Skepnur: Auðhumla, Fenrisúlfur, Sleipnir, Miðgarðsormur, Heiðrún, Tanngnjóstur og Tanngrisnir, Huginn og Muninn
Aðrir: Askur og Embla; Urður, Verðandi og Skuld; Dvergar, Álfar
Staðir
Ásgarður, Valhöll, Miðgarður, Útgarður, Niflheimur, Hel, Bifröst, Askur Yggdrasils
Rit
Sæmundaredda, Snorra-Edda, Heimskringla, Gesta Danorum
Trúfélög
Íslenska ásatrúarfélagið, Danska ásatrúarfélagið, Ásatrúarfélagið Bifröst, Reykjavíkurgoðorð.

Bragi er guð skáldskapar í norrænni goðafræði og er Iðunn kona hans. Hann er sonur Óðins en samkvæmt heiðinni hefð eru æsir þessir álitnir feður skáldskaparins og skyldu skáld heita á þá, einkum Braga ef þau vildu ná langt. Þriðji hluti Snorra Eddu kallast Skáldskaparmál og leikur Bragi stórt hlutverk þar. Eins og ráða má af nafninu er mikið rætt um skáldskap og hefur Bragi sitthvað til málanna að leggja. Einnig segir Bragi söguna af því hvernig skáldskapurinn varð til.

Upphaf skáldskapar[breyta | breyta frumkóða]

Frásögn Braga um upphaf skáldskaparins er á þessa leið. Æsir og Vanir höfðu átt í stríði um skeið en friður var kominn á. Til að innsigla þennan frið spýttu bæði Æsir og Vanir í ker og úr hrákanum gerðu þeir mann. Maður þessi kallaðist Kvasir og var hann svo miklum gáfum gæddur að hann vissi svör við öllum spurningum. Kvasir fór út um allan heim til að kenna en þegar hann kom heim til tveggja dverga, Fjalars og Galars, drápu þeir hann og blönduðu blóði hans við hunang. Sú blanda varð að skáldskaparmiði því hver sem myndi drekka af miðinum varð skáld eða fræðimaður. Skáldskaparmjöðurinn komst svo í hendur á jötni að nafni Suttungur en hann vildi engum lofa að dreypa á miðinum. Með klækjum komst Óðinn yfir mjöðinn og kom honum til ása.