Akrahreppur
Akrahreppur | |
---|---|
Sveitarfélag | |
![]() Staðsetning | |
Kjördæmi | Norðvesturkjördæmi |
Flatarmál – Samtals | . sæti km² |
Mannfjöldi – Samtals – Þéttleiki | . sæti (2023) /km² |
Oddviti | Hrefna Jóhannesdóttir |
Þéttbýliskjarnar | Engir |
Sveitarfélagsnúmer | 5706 |
Póstnúmer | 560 |
Akrahreppur (áður kallaður Blönduhlíðarhreppur) er hreppur í Skagafjarðarsýslu, austan Héraðsvatna, norðan frá Kyrfisá allt suður að Hofsjökli. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður og er ekkert þéttbýli í sveitarfélaginu. Grunnskóli hreppsins var á Stóru-Ökrum, í félagsheimilinu Héðinsminni, frá 1949 til 2006 en í kjölfar deilna milli foreldra og kennara var hann lagður niður og síðan hefur nemendum verið ekið í skóla í Varmahlíð.
Fjórar kirkjur eru í Akrahreppi, á Flugumýri, Miklabæ, Silfrastöðum og Ábæ í Austurdal en Ábæjarsókn er nú öll í eyði. Lítils háttar jarðhiti er á nokkrum stöðum í Akrahreppi og var byggð sundlaug á Víðivöllum árið 1938, sem ekki er lengur í notkun. Nú hefur hitaveita verið lögð frá Varmahlíð um mestalla Blönduhlíð.
Landafræði
Sveitarfélagið nær yfir Blönduhlíð og Norðurárdal, Kjálka og Austurdal allan nema hvað bærinn Bústaðir tilheyrir Sveitarfélaginu Skagafirði. Nokkur eyðibýli í Vallhólmi tilheyra einnig Akrahreppi þótt þau séu nú vestan Héraðsvatna, sem hafa breytt um farveg á þessum slóðum. Víðlend afréttarlönd tilheyra sveitarfélaginu, Silfrastaðaafrétt og Nýjabæjarafrétt.
Saga
Akrahreppur er sögusvið margra stórviðburða Sturlungaaldarinnar, þar á meðal Örlygsstaðabardaga (fjölmennustu orrustunnar), Haugsnesbardaga (mannskæðustu orrustunnar) og Flugumýrarbrennu.
Skáldið Hjálmar Jónsson bjó á ýmsum bæjum í Akrahreppi á 19. öld og er jafnan kenndur við einn þeirra, Bólu í Blönduhlíð.
Hreppsnefnd
Hreppsnefnd Akrahrepps, kosin í sveitarstjórnarkosningum 2010: Agnar Gunnarsson, Eiríkur Skarphéðinsson, Jón Sigurðsson, Þorkell Gíslason og Þorleifur Hólmsteinsson.
Í hreppsnefnd Akrahrepps sitja 5 fulltrúar sem kjörnir eru hlutfallskosningu á fjögurra ára fresti. Síðast var kosið í hreppsnefnd í sveitarstjórnarkosningunum 29. maí 2010.
Oddvitar [1]
- 1875-1878 Gísli Þorláksson á Hjaltastöðum
- 1878-1881 Þorkell Pálsson á Frostastöðum
- 1881-1883 Páll Pálsson á Syðri-Brekkum
- 1883-1886 Rögnvaldur Björnsson í Réttarholti
- 1886-1889 Þorvaldur Arason á Flugumýri
- 1889-1901 Sigtryggur Jónatansson á Syðri-Brekkum og Framnesi
- 1901-1937 Gísli Björnsson á Stóru-Ökrum og Vöglum
- 1937-1958 Jóhannes Steingrímsson á Silfrastöðum
- 1958-1986 Jóhann Lárus Jóhannesson á Silfrastöðum
- 1986-2002 Broddi Björnsson á Framnesi
- 2002- Agnar Halldór Gunnarsson á Miklabæ
Heimildir
- ↑ Byggðasaga Skagafjarðar IV. bindi Akrahreppur, ritstjóri Hjalti Pálsson, bls 50