Ábæjarkirkja
Ábæjarkirkja | ||
![]() | ||
Austurdalur (8. ágúst 2007) Jóna Þórunn Ragnarsdóttir | ||
Almennt | ||
Prestakall: | Mælifellsprestakall | |
---|---|---|
Núverandi prestur: | Ólafur Hallgrímsson | |
Byggingarár: | 1922 | |
Kirkjugarður: | Bak við kirkjuna | |
Arkitektúr | ||
Efni: | Steinsteypa | |
Turn: | Enginn | |
Ábæjarkirkja er kirkja á eyðibýlinu Ábæ í Austurdal í Skagafirði. Kirkjan var byggð 1922 en bærinn hefur verið í eyði síðan 1941. Kirkjan, sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins, er lítil, steinsteypt og var efni í hana flutt úr Skagafirði en viðurinn í kirkjuna sem áður var á Ábæ og byggð var 1842 var fluttur frá Akureyri inn í Leyningsdal í Eyjafirði og fluttur yfir Nýjabæjarfjall á sleðum sem dregnir voru af mönnum. Þótti það afrek því erfitt er að komast niður af fjallinu með æki vegna þess hve bratt það er, þótt lestarferðir væru iðulega farnar þar yfir.[1]
Kirkjunni var fyrrum þjónað frá Goðdölum en 1907 var hún lögð til Mælifellsprestakalls og er þar alltaf ein messa á ári, á sunnudegi um verslunarmannahelgi. Þá koma oft yfir 100 manns í guðsþjónustu og er svo messukaffi veitt að Merkigili, sem fór í eyði 1997[1] er Helgi Jónsson hrapaði til bana í gilinu, en hann hafði þá verið eina sóknarbarn Ábæjarsóknar í allmörg ár. Systkini Helga gáfu kirkjunni skírnarfont til minningar um hann og er hann smíðaður úr birkitré sem óx í gili Austari-Jökulsár.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Ábæjarkirkja“. web.archive.org. 4. mars 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 21 febrúar 2025.
- ↑ „Morgunblaðið - 20. tölublað (25.01.1997) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 21 febrúar 2025.