Blönduhlíð
Jump to navigation
Jump to search
Blönduhlíð er byggðarlag í austanverðum Skagafirði og tilheyrir Akrahreppi. Sveitin liggur meðfram Héraðsvötnum og nær sunnan frá Bóluá og norður að Kyrfisá en þar tekur Sveitarfélagið Skagafjörður við. Flestir bæir í Akrahreppi sem nú eru í byggð tilheyra Blönduhlíð.