Fara í innihald

Vesturbyggð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 4. júní 2021 kl. 17:05 eftir Bjarki S (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. júní 2021 kl. 17:05 eftir Bjarki S (spjall | framlög) (svg kort)
Vesturbyggð
Skjaldarmerki Vesturbyggð
Staðsetning
Staðsetning
LandÍsland
KjördæmiNorðvesturkjördæmi
ÞéttbýliskjarnarPatreksfjörður (íb. 721)
Bíldudalur (íb. 238)
Stjórnarfar
 • BæjarstjóriRebekka Hilmarsdóttir
Flatarmál
 • Samtals1.511 km2
 • Sæti23. sæti
Mannfjöldi
 (2024)
 • Samtals1.356
 • Sæti30. sæti
 • Þéttleiki0,9/km2
Póstnúmer
450; 451; 465
Sveitarfélagsnúmer4607

Vesturbyggð er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum. Það varð til 11. júní 1994 við sameiningu fjögurra sveitarfélaga: Barðastrandarhrepps, Rauðasandshrepps, Bíldudalshrepps og Patrekshrepps. Sameiningartillagan var felld í kosningum á Tálknafirði og eru nú tvö sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð. Sveitarfélagið nær yfir alla suðurfirði Vestfjarða frá ArnarfirðiKjálkafirði, að Tálknafirði undanskildum.

Til Vesturbyggðar teljast byggðakjarnarnir Birkimelur á Barðaströnd, Bíldudalur og Patreksfjörður og sveitirnar Barðaströnd, Breiðavík, Hænuvík, Ketildalir, Látrar, Rauðisandur og Suðurfirðir. Fyrrum voru sex hreppar á suðursvæði Vestfjarða: Barðastrandahreppur, Ketildalahreppur, Patrekshreppur, Rauðasandshreppur, Suðurfjarðahreppur og Tálknafjarðarhreppur.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.