Fara í innihald

Ketildalir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ketildalir er röð af stuttum dölum á suðurströnd Arnarfjarðar, frá Kópsnesi inn að Bíldudalsvogi. Þverhníptir fjallgarðar mynda dalina sem eru umkringdir klettabeltum efst, og niður af þeim falla snarbrattar skriður og víða teygja fjöllin sig þverbrotin í sjó fram. Fjöllin ná flest 500 til 600 metra hæð en hæst þeirra er Hringdalsgnúpur 625 metrar.

Víða má finna surtarbrand og plöntusteingervinga í fjöllunum í Ketildölum, inn á milli blágrýtishraunlaganna. Hér hafa fundist leifar af beyki, vínviði, rauðviði, álmi og fleiri tegundum. Sandsteinslagið er meðal elstu minja um gróðurfar hérlendis á tertíertímabilinu.

Ystir Ketildala eru Verdalir, en þar var lengi mikil verstöð, en aldrei byggð. Þar á eftir kemur Selárdalur, og svo: Fífustaðadalur, Austmannsdalur, Bakkadalur, Hringsdalur, Hvestudalur og Auðihringsdalur. Lengi var fjölmenn byggð í Ketildölum en nú eru nær allir bæir komnir í eyði.

Kirkja og prestssetur var í Selárdal, en árið 1907 var Selárdalsprestakall lagt niður og Selárdalssókn lögð til Bíldudalsprestakalls. Ketildalir voru sérstakt sveitarfélag, Ketildalahreppur, en var lagt niður 1987 þegar það sameinaðist Suðurfjarðahreppi og hrepparnir mynduðu í sameiningu Bíldudalshrepp. Árið 1994 sameinaðist hann Barðastrandarhreppi, Rauðasandshreppi og Patrekshreppi í sveitarfélagið Vesturbyggð.

Ketildalir eru sagðir heita eftir Katli Þorbjarnarsyni ilbreið en í Landnámu segir að hann hafi numið Arnarfjarðardali frá Kópanesi til Dufansdals.

Bæir[breyta | breyta frumkóða]

Auðihrísdalur[breyta | breyta frumkóða]

Hvestudalur[breyta | breyta frumkóða]

Hringsdalur[breyta | breyta frumkóða]

Bakkadalur[breyta | breyta frumkóða]

Austmannsdalur[breyta | breyta frumkóða]

Fífustaðadalur[breyta | breyta frumkóða]

Selárdalur[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]