Suðvestur-Asía
Útlit
Suðvestur-Asía er heiti á suðvesturhluta Asíu og nær yfir Mið-Austurlönd meðal annars. Reynt hefur verið að taka hugtakið í notkun í staðinn fyrir heitið „Mið-Austurlönd“ þar sem það þykir of Evrópumiðað, en eins og er eru hugtökin ekki samheiti. Vestur-Asía er almennt notað yfir þetta svæði þegar talað er um fornleifar og sögu þess.
Eftirtalin lönd eru almennt talin hluti af Suðvestur-Asíu:
- Armenía
- Aserbaídsjan
- Barein
- Egyptaland
- Georgía
- Heimastjórnarsvæði Palestínumanna
- Íran
- Írak
- Ísrael
- Jemen
- Jórdanía
- Katar
- Kúveit
- Kýpur
- Líbanon
- Óman
- Sameinuðu arabísku furstadæmin
- Sádí-Arabía
- Sýrland
- Tyrkland (Anatólíuhlutinn)
Anatólía, Arabía, Austurlönd nær og Mesópótamía eru allt hlutar Suðvestur-Asíu.