Huginn og Muninn
Útlit
(Endurbeint frá Muninn)
Huginn og Muninn voru hrafnar Óðins í norrænni goðafræði. Á hverjum degi flugu þeir um allan heim og tóku eftir öllu sem gerðist. Að kvöldi sneru þeir aftur og settust á axlir Óðins. Krunkuðu þeir þá í eyru hans og sögðu honum frá öllu sem þeir höfðu séð og heyrt þann daginn. Þannig vissi Óðinn um hvaðeina, sem gerðist.