Malagasíska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Malagasíska er annað tveggja opinberra tungumála Madagaskar, hitt verandi franska. Hún er móðurmál flestra Madagaskarbúa.

Í Malagasísku er mikilvægur munur á hversdagsmáli og viðhafnarmáli („kabaly“). Viðhafnarmál er óeiginlegt og óbeint.[1] Orðaröð í malagasísku er VOS (sagnorð - andlag - frumlag).[2]

Íbúarnir Madagaskar fluttu til Madagaskar frá Indónesíu, og tungumálið kom þaðan með þeim. Þannig er malagasíska skipuð í ætt með ástróneskum tungumálum.[3]

Malagasíska notast við Latneska stafrófið.[4]

Malagasísk safnorð hafa sérstaka „tilvísunarmynd,“ sem er aðgreind frá germynd og þolmynd.[5]

Nokkur orð og setningar úr malagasísku[breyta | breyta frumkóða]

[6]

Malagasíska Íslenska
Manao ahoana. Góðan dag.
Noana aho. Ég er svangur.
Mangetaheta aho. Ég er þyrstur.
Vizako aho. Ég er þreyttur.
Misaotra. Takk.
Veloma. Bless.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. David Crystal (1997). The Cambridge Encyclopedia of Language. 2nd ed. Cambridge University Press. bls. 41.
  2. David Crystal (1997). The Cambridge Encyclopedia of Language. 2nd ed. Cambridge University Press. bls. 98.
  3. David Crystal (1997). The Cambridge Encyclopedia of Language. 2nd ed. Cambridge University Press. bls. 320.
  4. Rev. J. Richardson (1885). A New Malagasy-English Dictionary. The London Missionary Society. bls. xiii.
  5. Rev. J. Richardson (1885). A New Malagasy-English Dictionary. The London Missionary Society. bls. xxi.
  6. Madagascar'a History, Culture, Cuisine and Language [1] Geymt 8 júní 2008 í Wayback Machine