Fjölkvæni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjölkvæni er hugtak í félagsmannfræði um það þegar karlmaður á fleiri en eina konu samtímis, þegar kona á fleiri en einn karl samtímis er það kallað fjölveri.

Fjölkvæni hefur viðgengist í ýmsum menningarsamfélögum um tíðina, meðal annars hjá Hebreum og Kínverjum til forna og þekktist einnig hjá Forngrikkjum. Það hefur einnig lengi þekkst meðal þjóðbálka í Afríku og Pólýnesíu. Jola-fólkið sem býr á Casamance-landsvæðinu í Senegal stundar fjölkvæni að einhverju marki.[1] Sumar kristnar kirkjudeildir heimila fjölkvæni en flestar banna það.

Algengur misskilningur á Íslandi og annnarsstaðar er að mormónar - Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu - leyfi fjölkvæni. Það tíðkaðist milli 1852 og 1890 þegar það var afnumið af kirkjunni.[2] Þó eru klofningshópar úr Mormónakirkjunni sem stunda fjölkvæni á laun.

Fjölkvæni er bannað á Íslandi.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Helga Björnsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um hið merkilega Jola-fólk í Senegal?“. Vísindavefurinn 13.8.2007. http://visindavefur.is/?id=6753. (Skoðað 13.2.2008).
  2. By the Hand of Mormon: The American Scripture that Launched a New World Religion, Terryl L. Givens, Oxford University Press, 2002. ASIN: B000WD16NA