Gefjun (norræn goðafræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Hluti af greinaflokknum
Norræn goðafræði
Ardre Odin Sleipnir.jpg
Helstu goð
Æsir: Óðinn, Þór, Baldur, Loki, Höður, Bragi, Mímir
Ásynjur: Frigg, Iðunn, Sif
Vanir: Njörður, Freyja, Freyr
Aðrir
Jötnar: Ýmir, Bor, Bestla, Angurboða, Skaði, Hel, Ægir
Skepnur: Auðhumla, Fenrisúlfur, Sleipnir, Miðgarðsormur, Heiðrún, Tanngnjóstur og Tanngrisnir, Huginn og Muninn
Aðrir: Askur og Embla; Urður, Verðandi og Skuld; Dvergar, Álfar
Staðir
Ásgarður, Valhöll, Miðgarður, Útgarður, Niflheimur, Hel, Bifröst, Askur Yggdrasils
Rit
Sæmundaredda, Snorra-Edda, Heimskringla, Gesta Danorum
Trúfélög
Íslenska ásatrúarfélagið, Danska ásatrúarfélagið, Ásatrúarfélagið Bifröst, Reykjavíkurgoðorð.

Gefjun er gyðja í norrænni goðafræði. Hún er mær og henni þjóna þær er meyjar andast. Hún er af ásaætt.

Sagan af gyðjunni Gefjun segir frá hvernig Sjáland varð til. Gefjun tók fjögur naut norðan úr Jötunheimum og setti fyrir plóg. Nautin voru synir jötuns og hennar. Nautin drógu landið út á hafið í vesturátt. Samkvæmt Ynglingasögu í Heimskringlu varð Gefjun tengdadóttir Óðins, gift Skildi Óðinssyni, sem Skjöldungar eru frá komnir. Þau bjuggu í Hleiðru á Sjálandi (Lere).