Eitt lag enn
Útlit
(Endurbeint frá Eitt lag enn (lag))
„Eitt lag enn“ | |
---|---|
Lag eftir Stjórnina | |
Lengd | 2:55 |
Lagahöfundur | Hörður G. Ólafsson |
Textahöfundur | Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson |
Tímaröð í Eurovision | |
◄ „Það sem enginn sér“ (1989) | |
„Draumur um Nínu“ (1991) ► |
„Eitt lag enn“ var framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1990 sem haldin var í Zagreb. Hljómsveitin Stjórnin flutti lagið en söngvarar voru þau Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson. Lagið er eftir Hörð G. Ólafsson og textann gerði Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Lagið lenti í 4. sæti og fékk 124 stig, og var þetta besti árangur Íslands í keppninni fram til ársins 1999.