Fara í innihald

Kaldakinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Horft til suðausturs eftir Út-Kinn

Kaldakinn kallast landssvæðið sem nær frá bænum Krossi í mynni Ljósavatnsskarðs og norður í Bjargarkrók við botn Skjálfanda. Svæðið afmarkast af Skjálfandafljóti að austanverðu og Kinnarfjöllum að vestanverðu. Norðurhluti svæðisins einkennist af mýrlendi, sem hefur að stórum hluta verið þurrkað til túnræktar, og liggur frá bökkum Skjálfandafljóts upp að hlíðum Kinnarfjalla, sem rísa allbrött upp frá flatlendinu. Flatlendið er mjög misbreitt, allt frá nokkrum kílómetrum niður í nokkra tugi metra frá árbakkanum upp að fjallshlíðinni. Þetta svæði er kallað Út-Kinn en syðri hlutinn er kallaður Suðurkinn og er að mestu í dal sem liggur á milli syðri hluta Kinnarfjalla og Kinnarfells. Svæðið tilheyrir Þingeyjarsveit en var áður hluti af Ljósavatnshreppi. Ekki virðist það vera á hreinu hvernig á að beygja nafn svæðisins, í daglegu tali er oftast talað um Köldukinn og má af því skilja að svæðið sé kaldara en gengur og gerist. Hins vegar segja sumir að svæðið heiti Kaldakinn, þá nefnd eftir kalda, sem er orð sem notað er yfir vindstyrk.[1]

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Kaldakinn um Kaldakinn, skoðað 8. október 2006“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. október 2007. Sótt 8. október 2006.