Fara í innihald

Jökulsá á Fjöllum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jökulsá á Fjöllum
Jökulsá á Fjöllum við Dettifoss í Jökulsárgljúfrum
Map
Staðsetning
LandÍsland
Einkenni
UppsprettaVatnajökull
Hnit64°39′53″N 16°51′17″V / 64.664594°N 16.854814°V / 64.664594; -16.854814
Árós 
 • staðsetning
Öxarfjörður
Lengd206 km
Vatnasvið7.380 km²
Rennsli 
 • miðlungs183 m³/s
breyta upplýsingum

Jökulsá á Fjöllum er önnur lengsta á Íslands, 206 km að lengd. Eins og nafnið gefur til kynna er hún jökulá sem rennur frá Vatnajökli, nánar tiltekið Dyngjujökli og Brúarjökli. Fossarnir Selfoss, Dettifoss, Hafragilsfoss og Réttarfoss (de) eru í ánni. Nálægt eru þjóðgarðurinn Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi.

Árfarvegur Jökulsár á Fjöllum er mótaður af miklum jökulhlaupum sem flest tengjast líklega eldgosum í Vatnajökli. Áin rennur austan við Herðubreiðarlindir og markar austurjaðar Ódáðahrauns, norður eftir Kelduhverfi. Sandurinn sem áin hefur borið með hefur myndað sandana og flatlendið í Öxarfirði og Kelduhverfi.

Vatnasvið[breyta | breyta frumkóða]

Í Jökulsá á Fjöllum berst vatn undan Dyngjujökli og kvíslast um flatar eyrar áður en það safnast einn farveg. Hin meginupptökin eru undan Brúarjökli og heita aðalkvíslarnar Kreppa og Kverká. Þær sameinast fyrst í eitt vatnsfall og síðan vesturkvíslinni rétt austan við Herðubreiðarlindir.

Virkjanahugmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Áin er hvergi virkjuð og sumarið 2008 gaf Landsvirkjun út yfirlýsingu þar sem tekið var fram að ekki stæði til að virkja Jökulsá á Fjöllum. [1]

Árið 2019 var áin friðlýst fyrir orkuvinnslu. [1]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • Náttúrukortið - Jökulsá á Fjöllum
  • Friðlýsing Jökulsár á Fjöllum, ferill máls á Alþingi
  • „Hvenær er talið að Jökulsá á Fjöllum hafi byrjað að mynda undirlendi í Öxarfirði með framburði sínum?“. Vísindavefurinn.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Jökulsá á Fjöllum friðuð fyrir orkuvinnslu Rúv, skoðað 17 jan. 2020.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.