Skútustaðahreppur



Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Skútustaðahreppur.
Skútustaðahreppur var sveitarfélag í Suður-Þingeyjarsýslu frá fornu fari sem nú hefur sameinast Þingeyjarsveit. Byggð þar var nánast öll í Mývatnssveit, þar á meðal þorpið Reykjahlíð en mikill meirihluti hins víðfeðma sveitarfélags var í óbyggðum og náði það upp á miðjan Vatnajökul.
Í atkvæðagreiðslu 5. júní 2021 samþykktu íbúar hreppsins sameiningu við Þingeyjarsveit með 67,7% greiddra atkvæða.[1] Sameiningin tók gildi í kjölfar sveitarstjórnarkosninga 2022 og var ákveðið á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar að hið sameinaða sveitarfélag skyldi bera heitið Þingeyjarsveit.
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
Tengill[breyta | breyta frumkóða]
- Heimasíða Skútustaðahrepps Geymt 2020-08-13 í Wayback Machine