Skútustaðahreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Skútustaðahreppur
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
Kjördæmi Norðausturkjördæmi

Flatarmál
 – Samtals
4. sæti
6.049 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
49. sæti
471 (2021)
0,08/km²
Sveitarstjóri Sveinn Margeirsson

Þéttbýliskjarnar Reykjahlíð (íb. 227)
Sveitarfélagsnúmer 6607
Póstnúmer 660
Vefsíða sveitarfélagsins
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Skútustaðahreppur er sveitarfélag í Suður-Þingeyjarsýslu. Byggð þar er nánast öll í Mývatnssveit, þar á meðal þorpið Reykjahlíð en mikill meirihluti hins víðfeðma sveitarfélags er í óbyggðum og nær það upp á miðjan Vatnajökul. Náttúrufar sveitarfélagsins hefur mikið aðdráttarafl á ferðamenn, þar ber helst að nefna fjölbreytt lífríki Mývatns, Dimmuborgir, Skútustaðagíga, jarðhitasvæðin og leirhverina í Námaskarði og við Kröflu sem er virk eldstöð og gaus síðast 1984. Ódáðahraun, ein stærsta hraunbreiða Íslands, er að mestu innan marka sveitarfélagsins ásamt fjöllunum Herðubreið og Öskju.

Í atkvæðagreiðslu 5. júní 2021 samþykktu íbúar hreppsins sameiningu við Þingeyjarsveit með 67,7% greiddra atkvæða.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit sameinast“ - Vikublaðið, 7. júní 2021.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]