Vaglaskógur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kort
Ítarlegra kort.

Vaglaskógur er skógur í Fnjóskadal, Suður-Þingeyjarsýslu. Hann er 300 hektarar að stærð og er annar stærsti skógur Íslands. Norðan við hann er Hálskógur sem eyddist mikið á fornöld af beit og skógarhöggi. Skógurinn komst í eigu Skógræktar Ríkisins árið 1908 og var í eigu Danmerkur þar á undan sem bæði lögðu kapp á gróðursetningu skógarins. Í dag er skógurinn frístundasvæði og í einkaeigu.

Fágætar lífverur í Vaglaskógi[breyta | breyta frumkóða]

Nokkrar sérlega fágætar lífverur hafa fundið sér samastað í Vaglaskógi og verður hér stuttlega greint frá nokkrum þeirra.

Plöntur[breyta | breyta frumkóða]

Vaglaskógur er eini þekkti fundarstaður engjakambjurtar (Melampyrum pratense) á Íslandi en næsti fundarstaður hennar er á Hjaltlandseyjum. Vísbendingar eru um að engjakambjurt hafi vaxið lengi í Vaglaskógi.[1] Nánasti ættingi engjakambjurtar úr íslensku flórunni, krossjurt (M. sylvaticum), finnst einnig í Vaglaskógi og á nokkrum svæðum Vestfjarða.[2]

Í Vaglaskógi hefur Balsamþinur verið gróðursettur. Hann þrífst almennt illa á Íslandi en vex í Vaglaskógi.[3]

Fléttur[breyta | breyta frumkóða]

Vaglaskógur er einn af aðeins tveimur þekktum fundarstöðum grástiku, lítillar gráleitrar fléttu sem er á válista á Íslandi sem tegund í bráðri útrýmingarhættu (CR).[4] Fyrir utan að vaxa í Vaglaskógi finnst grástika einnig í Egilsstaðaskógi.[5]

Sveppir[breyta | breyta frumkóða]

Nokkrir smásæir sveppir eru aðeins þekktir á Íslandi úr Vaglaskógi. Þar sem þeir koma almenningi sjaldan fyrir sjónir hafa fæstir þeirra hlotið íslensk heiti en eru merkilegir engu að síður. Þessir sveppir eru Stemonitis fusca sem vex á fúastubbum af ilmbjörk og kvistum og föllnu laufi víðis.[6] Sveppurinn Perichaena chrysosperma hefur fundist á sölnuðu birkilaufi[6] og Trematosphaeria pertusa, smásæ tegund af svartkornsætt (Melanommataceae) á viði birkis.[6] Þar að auki eru tveir sveppir sem talið er að finnist í Vaglaskógi en greining þeirra er óviss. Þetta eru Neotapesia saliceti, tegund af doppuætt (Dermateaceae), sem talið er að hafi fundist á greinum gulvíðis og Rhizophlyctis chitinophila sem var einangraður úr mold af væng kakkalakka.[6]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Pawel Wasowicz, Snæbjörn Pálsson, Andrzej Pasierbiński, Mariusz Wierzgoń, Erling Ólafsson, Starri Heiðmarsson & Ewa Maria Przedpelska-Wasowicz (2018). Alien or native? Examining a case of Melampyrum pratense in Iceland. Polar Biology 41, 1725-1735.
  2. Hörður Kristinsson (2008). Íslenskt plöntutal - blómplöntur og byrkningar. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Íslands nr. 51. 58 bls.
  3. Þintegundir Skógrækt ríkisins. Skoðað 3. janúar, 2017
  4. Náttúrufræðistofnun Íslands (1996). Válisti 1: Plöntur. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.
  5. Hörður Kristinsson. Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
  6. 6,0 6,1 6,2 6,3 Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Greni og Birki í Vaglaskógi
Birches, Spruces and Pines (3141588993).jpg
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.