Jökulsárlón

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

64°03′08″N 16°21′37″V / 64.05222°N 16.36028°A / 64.05222; 16.36028

Jökulsárlón.

Jökulsárlón er lón við rætur Breiðamerkurjökuls. Jökulsá á Breiðamerkursandi rennur úr því. Samkvæmt nýlegum mælingum er Jökulsárlón dýpsta vatn á Íslandi.[1] Þar með er vatnið orðið dýpra en Öskjuvatn, sem áður var dýpsta vatn Íslands.[1] Öskjuvatn er 220 metrar á dýpt en að sögn Einars Björns Einarssonar, sem rekur bátaþjónustu fyrir ferðamenn á svæðinu, hefur dýpið í Jökulsárlóni mælst 248 metrar.

Jökulsárlón er ungt lón og fór að myndast eftir að Breiðamerkurjökull tók að hopa eftir 1933. Áður rann áin beint undan jökli og til sjávar. Breiðamerkursandur var fyrr á öldum töluvert breiðari en hann er nú því bæði hefur sjór brotið af honum og einnig náði jökullinn skemmra fram á sandinn. Þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru um sandinn 1756 töldu þeir um eina danska mílu (7,5 km) milli jökuls og sjávar. Á næstu áratugum skreið jökullinn mjög fram og þegar Sveinn Pálsson fór um sandinn 1794 taldi hann aðeins um 2 km milli jökuls og sjávar. Þegar jökullinn skreið fram hefur hann líklega grafið sig djúpt ofan í gljúp jarðlög og þegar hann fór að hopa aftur á 4. áratug 20. aldar myndaðist lón þar sem hann hafði grafið sig niður.

Panorama af Jökulsárlóni.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Jökulsárlón orðið dýpsta vatn landsins“, á Vísi.is 1. júlí 2009. (Skoðað 23. apríl 2010).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.