Fara í innihald

Hornafjarðarbær

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hornafjarðarbær

Hornafjarðarbær var sveitarfélag í Hornafirði í Austur-Skaftafellssýslu. Hann varð til 12. júní 1994 við sameiningu Hafnar í Hornafirði, Nesjahrepps og Mýrahrepps. Hið nýja sveitarfélag varð þó skammlíft, því aðeins fjórum árum síðar, hinn 6. júní 1998, sameinaðist það Hofshreppi, Borgarhafnarhreppi og Bæjarhreppi undir merkjum sveitarfélagsins Hornafjarðar.