Hatay

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hatay í Tyrklandi

Hatay er hérað við strönd Miðjarðarhafs syðst í Tyrklandi. Höfuðstaður héraðsins er borgin Antakya (Antíokkía). Þar er líka hafnarborgin İskenderun (Alexandretta). Í suðri og austri á héraðið landamæri að Sýrlandi en í norðri að tyrknesku héruðunum Adana og Osmaniye. Héraðið er hluti af landshlutanum Çukurova (Kílikíu). Sýrland gerir tilkall til héraðsins sem var skilið frá franska verndarríkinu Sýrlandi eftir að það fékk sjálfstæði frá Tyrkjaveldi. Hatay varð hluti af Tyrklandi eftir þjóðaratkvæðagreiðslu innan héraðsins árið 1938.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.