Homs

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mótmæli í Homs árið 2011

Homs (arabíska: حمص‎ Ḥimṣ), áður þekkt sem Emesa (gríska: Ἔμεσα), er borg í Sýrlandi um 162 km norðan við Damaskus. Borgin er höfuðstaður Homshéraðs. Íbúar voru um 650 þúsund árið 2004. Borgin stendur við Orontesfljót. Krosfarakastalinn Krak des Chevaliers stendur nálægt borginni.

Í Sýrlensku borgarastyrjöldinni frá 2011 var Homs lengi höfuðvígi stjórnarandstöðuhópa. Árásir stjórnarhersins á borgina hafa eyðilagt stóran hluta hennar um leið og þúsundir íbúa hafa látið lífið.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.