Kameljón

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kameljón
Kameljón
Kameljón
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Skriðdýr (Sauropsida)
Ættbálkur: Hreisturdýr (Squamata)
Undirættbálkur: Kembuætt (Iguania)
Ætt: Kameljón (Chamaeleonidae)

Kameljón (fræðiheiti: Chamaeleonidae) eru mjög áberandi og mjög sérhæfð ættkvísl af eðlum. Það eru til um það bil 200 tegundir og koma þau í ýmsum litum, margar af þeim tegundum hafa getu til þess að breyta um lit.

Heimkynni[breyta | breyta frumkóða]

Kameljón finnast einungis í hlýjum búsvæðum svo sem frá regnskógum alveg að eyðimerkum í Afríku, Madagaskar og Suður-Evrópa og þvert yfir Suður-Asíu alveg að Sri Lanka. Þau hafa einnig verið flutt inn til Hawaii, Kaliforníu og Flórída og sumt fólk hefur kameljón sem gæludýr.

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Sum afbrigði af kameljónum geta breytt um lit, þó ekki allar. Liturinn sem er á kameljónum er felulitur sem gerir þeim kleift um að fela sig í umhverfinu, einnig getur litur kameljóna verið bleikur, blár, rauður, appelsínugulur, grænn, svartur, brúnn, ljósblár, gulur og grænblár það fer almennt eftir tilfinningum þeirra.

Lifnaðarhættir[breyta | breyta frumkóða]

Helmingur kameljóna búa á eyjunni Madagaskar. Kameljónin eru fræg fyrir getu sína til að breyta um lit. Þetta virkar sem form samskipta til þess að bregðast við hitastigi, ljósi og eftir skapi, auk varnar gegn rándýrum. Augu þeirra geta snúið allt að 360 gráður sem gerir þeim kleift um að sjá allt í kringum sig. tungur þeirra geta verið jafn langar og líkami þeirra. Kameljón hafa mjög lagaðar labbir sem hjálpar þeim að labba upp greinar. Þau geta jafnvel sofið á hvolfi.

Æxlun[breyta | breyta frumkóða]

Kameljón grafa holu í skógum til þess að halda þeim öruggum og hlýjum, holan getur verið allt frá 10 – 30 cm djúp það fer eftir tegundum kameljóna. Kvendýrið verpir allt að 20 eggjum og tekur þau 4 – 12 mánuði að klekjast út það fer eftir mismunandi tegunda kameljóna.

Fæða[breyta | breyta frumkóða]

Kameljón eru almennt alætur, sumar afbrigði eru kjötætur og einnig sum afbrigði grænmetisætur. Kameljón borða næstum allt þar á meðal ber, lauf, ávextir, skordýr, orma, snígla og sumar af stærri afbrigðum kameljóna borða lítil skriðdýr.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.