Fara í innihald

Fáni Sýrlands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
„Sjálfstæðisfáninn“ 1932-1958, 1961-1963 og sem fáni sýrlenskra byltingarafla frá 2012.
2024-
Fáni Sameinaða arabíska lýðveldisins 1958-1961 og Sýrlands 1980-2024.

Frá því að Sýrland hlaut sjálfstæði frá Frakklandi árið 1946 hefur landið notað marga fána, sem allir innihalda liti panarabismans; grænan, svartan, hvítan og rauðan. Fyrsti fáninn samanstóð af þremur láréttum borðum í grænum, hvítum og svörtum lit með þremur rauðum fimmarma stjörnum og var kallaður sjálfstæðisfáninn. Á stjórnarárum Assad-fjölskyldunnar var í staðin tekinn upp fáni Sameinaða Arabalýðveldisins, með borðum í rauðum, hvítum og svörtum lit með ýmist tveimur eða þremur grænum stjörnum eða með skjaldarmerki landsins í miðjunni. Eftir fall Assad-stjórnarinnar þann 8. desember 2024 var sjálfstæðisfáninn tekinn upp á ný innan landsins[1][2][3] af sýrlenska þinginu[4] og bráðabirgðastjórn Sýrlands,[5][6] og sendiráðum Sýrlands erlendis.[7][8][9] Þann 13. mars 2025 var sjálfstæðisfáninn í hlutföllunum 1:2 staðfestur sem aðalfáni ríkisins í fyrstu drögum að nýrri bráðabirgðastjórnarskrá.[10] Endanleg útgáfa textans viðhélt hins vegar hlutföllunum 2:3.[11]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Syrian rebels raise new flag, symbolising freedom after Assad's rule comes to an end“. News9live (bandarísk enska). 8. desember 2024. Sótt 8. desember 2024.
  2. „Syrians wave revolutionary flag to celebrate end of Assad family's rule“. Business Standard. 8. desember 2024. Sótt 9. desember 2024.
  3. Haq, Sana Noor (8. desember 2024). „In a country splintered by civil war, could Syria's rebels usher in a new dawn?“. CNN (enska). Sótt 8. desember 2024.
  4. „مجلس الشعب السوري (الصفحة الرسمية)“ [Sýrlenska alþýðuráðið (opinber vefsíða)]. Facebook (arabíska). Sótt 11. desember 2024.
  5. „Syria crisis: Mohamed al-Bashir appointed caretaker Syrian PM for transitional government until March“. The Economic Times. 10. desember 2024. Sótt 11. desember 2024.
  6. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. desember 2024. Sótt 27. mars 2025.
  7. Forbes Breaking News (8. desember 2024). Syria's Embassies In Turkey, Greece, And Russia Replace Ba'ath Flag With Syrian Revolution Flag. Sótt 8. desember 2024 – gegnum YouTube.
  8. „End of Bashar al-Assad's Era: Syrian flag removed from consulate in Turkey“. Daily Pakistan English News. 8. desember 2024. Sótt 8. desember 2024.
  9. „Syrian opposition flag flies over embassy building in Moscow“. Al Arabiya English. 9. desember 2024. Sótt 10. desember 2024.
  10. „North Press Obtains Draft Articles of Syria's Constitution Draft“. The Syrian Observer.
  11. https://kassioun.org/news/item/82565-2025
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.