Fara í innihald

Ahmed al-Sharaa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ahmed al-Sharaa
أحمد الشرع‎
Ahmed al-Sharaa árið 2024.
Forseti Sýrlands
(starfandi)
Núverandi
Tók við embætti
30. janúar 2025
ForsætisráðherraMohammed al-Bashir
ForveriBashar al-Assad
Emír Hayat Tahrir al-Sham
Í embætti
1. október 2017 – 29. janúar 2025
ForveriAbu Jaber Shaykh
EftirmaðurEmbætti leyst upp
Emír al-Nusra-fylkingarinnar
Í embætti
1. október 2012 – 28. janúar 2017
ForveriEmbætti stofnað
EftirmaðurEmbætti leyst upp
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. október 1982 (1982-10-29) (42 ára)
Ríad, Sádí Arabíu
ÞjóðerniSýrlenskur
StjórnmálaflokkurHayat Tahrir al-Sham (HTS)
TrúarbrögðSúnní

Ahmed al-Sharaa (f. árið 1982 í Ríad í Sádi-Arabíu), einnig þekktur sem Abu Mohammed al-Jolani (stundum skrifað al-Jawlani eða al-Julani) er sýrlenskur hernaðarleiðtogi Hayat Tahrir al-Sham (HTS), íslamskra stjórnmála- og hernaðarsamtaka.

Julani leiddi skyndisókn HTS og bandamanna þeirra í norðvesturhluta Sýrlands síðla árs 2024 sem leiddi til falls ríkisstjórnar Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, á innan við 2 vikum.[1]

Julani hélt til Íraks árið 2005 til að berjast gegn bandarískum yfirráðum. Hann varð svo leiðtogi Al-Nusra, sem tengdist Al-Kaída í Sýrlandi, árið 2013. Árið 2016 breytti hann nafni samtakanna og sleit tengsl við Al-Kaída. Hann myndaði stjórn HTS í Idlib-héraði í norðvestur-Sýrlandi.

Julani hefur heitið því að virða minnihlutahópa eftir byltinguna í Sýrlandi 2024.[2] Hann segist styðja menntun kvenna.[3]

Ahmed al-Sharaa tók formlega við embætti forseta Sýrlands til bráðabirgða þann 29. janúar 2025.[4] Hann hefur heitið því að lýðræðislegar forsetakosningar verði haldnar í landinu eftir fjögur ár.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Samúel Karl Ólason (9. desember 2024). „Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani?“. Vísir. Sótt 9. desember 2024.
  2. Mina Al-Lami (9. desember 2024). „From Syrian jihadist leader to rebel politician: How Abu Mohammed al-Jawlani reinvented himself“. BBC. Sótt 9. desember 2024.
  3. Jeremy Bowen. „Syria not a threat to the world, rebel leader Ahmed al-Sharaa tells BBC“. BBC. Sótt 19. desember 2024.
  4. Samúel Karl Ólason (30. janúar 2025). „Tekur form­lega völd í Sýr­landi en heitir kosningum“. Vísir. Sótt 29. janúar 2025.
  5. Einar Sigurðsson (15. janúar 2025). „Framtíð Sýrlands eftir valdaránið“. Heimildin. Sótt 8. desember 2024.


Fyrirrennari:
Bashar al-Assad
Forseti Sýrlands
(starfandi)
(30. janúar 2025 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti