Fara í innihald

Daraa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mótmæli í Daraa árið 2013

Daraa (arabíska: درعا‎, „virki“) er borg í suðurhluta Sýrlands við landamærin að Jórdaníu. Íbúar voru tæplega 100 þúsund árið 2004. Borgin er höfuðstaður Daraahéraðs. Héraðið er hluti landsvæðisins Hauran sem nær yfir suðurhluta Sýrlands og norðurhluta Jórdaníu. Borgin er 90 km sunnan við Damaskus og stendur við hraðbrautina milli Damaskus og Amman.

Uppreisnin gegn stjórn Assads árið 2011 hófst í Daraa þegar lögregla skaut á mótmælendur með þeim afleiðingum að þrír létust.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.