Byggðasafn Reykjanesbæjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sýning í Duus safnhúsinu.

Byggðasafn Reykjanesbæjar er byggðasafn í Reykjanesbæ á Suðurnesjum. Safnkosturinn endurspeglar sögu og menningu svæðisins. Aðalsýningar safnsins eru í Duus Safnahúsum í Keflavík, en önnur safnahús eru endurgerði torfbærinn Stekkjarkot á Fitjum og húsið Innri-Njarðvík í Innri-Njarðvík.

Ungmennafélag Keflavíkur stóð fyrir stofnun Byggðasafns Keflavíkur 17. júní 1944. Í nóvember 1978 var Byggðasafn Suðurnesja stofnað í samstarfi tveggja sveitarfélaga, Keflavíkur og Njarðvíkur. Nafni safnsins var síðan breytt í Byggðasafn Reykjanesbæjar eftir að sveitarfélögin sameinuðust árið 1994.

Aðalsýningar safnsins eru í Duus Safnahúsunum þar sem sýnd eru brot úr sögu svæðisins frá landnámi fram á miðja síðustu öld. Þar eru bæði grunnsýning og sérsýningar um afmarkaða þætti úr sögu bæjarins. Safnið rekur Stekkjarkot sem er endurgert torfhús á Njarðvíkurfitjum, kotið er opið eftir samkomulagi. Í Víkingaheimum er safnið með sýningu um elstu sögu svæðisins frá landnámstíð. Með áherslu á fornleifarannsóknir í Höfnum sem safnið stóð fyrir. Í gamla hluta Innri-Njarðvíkur hefur samnefnt hús verið gert að safni um heimili síðustu ábúendanna Jórunnar Jónsdóttur og Helga Ásbjörnssonar. Húsið er opið eftir samkomulagi. Tekið er á móti skólahópum í öll hús safnsins.

Safnið hlaut viðurkenningu Safnaráðs árið 2014 en þá voru liðin 70 ár frá stofnun Byggðasafns Keflavíkur.

Myndasafn[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.