Fara í innihald

Bátasafn Gríms Karlssonar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bátasafn Gríms Karlssonar

Bátasafn Gríms Karlssonar var opnað í Duus Safnahúsum í Reykjanesbæ á lokadaginn 11. maí árið 2002. Á sýningunni eru rúmlega 100 líkön eftir Grím Karlsson, skipstjóra frá Njarðvík (1935-2017). Líkönin eru flest af skipum sem voru smíðuð eða keypt til Íslands á árunum eftir seinna stríð og fram til 1960. Á sýningunni má einnig sjá hluti og myndir sem tengjast sjávarútvegssögu þjóðarinnar og eru í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar.

  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.