Djibútí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá République de Djibouti)
Jump to navigation Jump to search
جمهورية جيبوتي
République de Djibouti
Jamhuuriyadda Jabuuti
Gabuutih Ummuuno
Fáni Djibútí Skjaldarmerki Djibútí
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
اتحاد، مساواة، سلام
arabíska: Eining, jafnrétti, friður
Þjóðsöngur:
Djibouti
Staðsetning Djibútí
Höfuðborg Djibútí
Opinbert tungumál arabíska, franska
Stjórnarfar Forsetaræði

Forseti Ismail Omar Guelleh
Forsætisráðherra Abdoulkader Kamil Mohamed
Sjálfstæði
 - frá Frakklandi 27. júní, 1977 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
147. sæti
23.200 km²
0,09
Mannfjöldi
 - Samtals (2018)
 - Þéttleiki byggðar
156. sæti
884.017
37,2/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 - Samtals 3,974 millj. dala (165. sæti)
 - Á mann 3.786 dalir (145. sæti)
VÞL (2015) Increase2.svg 0.473
Gjaldmiðill djíbútískur franki
Tímabelti UTC+3
Þjóðarlén .dj
Landsnúmer 253

Djibútí (arabíska: : جيبوتي, Jībūtī ; sómalska: Jabuuti; afarska: Yibuuti) er land í Austur-Afríku á því svæði sem nefnist horn Afríku. Það á landamæri að Erítreu í norðri, Eþíópíu í vestri og suðri, og Sómalíu í suðaustri. Auk þess á Djibútí strandlengju við Rauðahafið og Adenflóa. Einungis 20 km breitt sund skilur á milli Djibútí og Jemen á Arabíuskaganum. Landið er 23.200 ferkílómetrar að stærð. Flestir íbúar eru Sómalar eða Afarar en Sómalar eru um 60% íbúa.

Til forna var landið líklega hluti af Púnt, ásamt Sómalíu. Hafnarborgin Zeila sem nú er í Sómalíu var á miðöldum höfuðstaður soldánsdæmanna Adal og Ifat. Seint á 19. öld var franska nýlendan Franska Sómalíland stofnuð í kjölfar samninga sem Sómalar og Afarar gerðu við Frakka. Með nýrri járnbraut frá Djibútí til Dire Dawa í Eþíópíu (og síðar Addis Ababa) varð Djibútí helsta hafnarborg svæðisins í stað Zeila. Landsvæðið við borgina var gert að Frönsku umdæmi Afara og Issa 1967 eftir að Afarar og Evrópubúar í landinu höfðu flestir kosið að vera áfram hluti af Frakklandi fremur en sameinast Sómalíu, í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Frakkar beittu kosningasvikum til að koma í veg fyrir að Sómalar fengju að kjósa. Landið varð sjálfstætt sem Djibútí áratug síðar. Snemma á 10. áratug 20. aldar hófst borgarastyrjöld sem lauk árið 2000 með samningum milli stjórnar og stjórnarandstöðu.

Djibútí er fjölmenningarríki með tæplega 900.000 íbúa. Það er fámennasta ríkið á meginlandi Afríku. Opinber mál landsins eru franska og arabíska. Um 94% íbúa aðhyllast íslam sem eru opinber trúarbrögð landsins og hafa verið þar ríkjandi í yfir 1000 ár. Sómalar (Issa-ættbálkurinn) og Afarar eru helstu þjóðarbrot landsins. Bæði sómalska og afarska eru afróasísk mál.

Djibútí er staðsett við helstu siglingaleið heims milli Indlandshafs og Rauðahafs. Borgin er mikilvæg eldsneytis- og umskipunarhöfn og helsta höfnin sem þjónar Eþíópíu. Við borgina eru nokkur erlend ríki með herstöðvar. Þeirra á meðal er bandaríska herstöðin Camp Lemonnier. Höfuðstöðvar þróunarstofnunarinnar Intergovernmental Authority on Development eru í borginni.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Djibútí fékk sjálfstæði frá Frökkum 27. júní árið 1977. Djibútí er arftaki Frönsku-Sómalíu, sem var stofnuð í fyrri hluta 20. aldar vegna áhuga Frakka á Horni Afríku.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.