Lýðfræði Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Íslendingar eru í megindráttum Norðurlandaþjóð hvað varðar menningu og tungumál. Samkvæmt elstu ritheimildum byggðist landið upphaflega af norrænum mönnum, einkum frá Noregi og frá nýlendum víkinga á Bretlandseyjum en með þeim í för voru meðal annars kristnir Írar og Bretar. Íslendingar hafa í gegnum tíðina átt mest samskipti við helstu fiskveiðiþjóðir á Norður-Atlantshafi.

Íbúafjöldi landsins sveiflaðist á milli um 30.000 og 80.000 við hefðbundinn efnahag í bændasamfélagi fyrri alda. Frá miðri 19. öld fjölgaði Íslendingum hins vegar ört, bæði vegna framfara í læknavísindum og breyttra atvinnuhátta. Nú eru íbúar landsins rétt rúmlega 300.000 auk nokkurra þúsunda af íslenskum uppruna sem ekki eru búsett á Íslandi.

Kenningar um uppruna Íslendinga[breyta | breyta frumkóða]

Til er kenning um að Íslendingar séu að uppruna sérstakur germanskur þjóðflokkur, ólíkur öðrum þjóðflokkum á Norðurlöndum („Herúlakenningin“). Á síðari tímum hafa ýmsar kenningar um uppruna þjóðarinnar verið settar fram með erfðafræðilegum rökum. Þá er talað um að flestar konur sem hingað komu hafi verið upprunnar á Bretlandseyjum en karlarnir aftur norrænir. Þessar kenningar hafa verið gagnrýndar með erfðafræðilegum rökum. Aðrar erfðafræðilegar rannsóknir benda til þess að nútímaíslendingar séu blandaðri en meðaltal Evrópu[1].


Innflytjendur[breyta | breyta frumkóða]

Innflytjendur á Íslandi eru 8,9% mannfjöldans (2015). Pólverjar eru fjölmennasti hópurinn eða 37%.

Trú og lífsskoðanir[breyta | breyta frumkóða]

Flestir íbúar Íslands eru í hinni evangelísk-lúthersku þjóðkirkju.

Staða (1. janúar 2016):

[2]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Einar Árnason (2003). „Genetic Heterogeneity of Icelanders“. Annals of Human Genetics, vol. 67, issue 1, pp. 5-16, skoðað þann 12. júní 2008.. Sjá andsvar í A. Helgason, G. Nicholson, K. Stefánsson, P. Donnelly (2003). „A Reassessment of Genetic Diversity in Icelanders: Strong Evidence from Multiple Loci for Relative Homogeneity Caused by Genetic Drift“. Annals of Human Genetics, vol. 67, issue 4, pp. 281-297, júlí 2003, skoðað þann 12. júní 2008.
  2. Mannfjöldi eftir trú og lífsskoðunarfélögum 1998-2016 Hagstofa. Skoðað 11. apríl, 2016