Íbúar á Íslandi
Íbúar á Íslandi voru 383.726 þann 1. janúar 2024.[1] Ísland er á meðal fámennustu fullvalda ríkja í heiminum, í 172. sæti af 195. Íbúar eru 3,75 á hvern ferkílómetra lands sem gerir Ísland einnig að einu dreifbýlasta landi heims, en stór hluti landsins er þó óbyggður og íbúarnir búa flestir í þéttbýli. 64% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu.
Miðað við önnur Evrópulönd hefur íbúum fjölgað hratt á Íslandi það sem af er 21. öldinni. Það er bæði vegna náttúrlegrar fjölgunar þar sem fæðingar hafa verið mun fleiri en andlát en þó enn fremur vegna aðflutnings fólks. Erlendir ríkisborgarar voru 16,6% íbúa 2024 og hefur það hlutfall vaxið hratt á undanförnum árum.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Íslendingar eru í megindráttum Norðurlandaþjóð hvað varðar menningu og tungumál. Samkvæmt elstu ritheimildum byggðist landið upphaflega af norrænum mönnum, einkum frá Noregi og frá nýlendum víkinga á Bretlandseyjum en með þeim í för voru meðal annars kristnir Írar og Bretar. Íslendingar hafa í gegnum tíðina átt mest samskipti við helstu fiskveiðiþjóðir á Norður-Atlantshafi.
Á síðari tímum hafa ýmsar kenningar um uppruna þjóðarinnar verið settar fram með erfðafræðilegum rökum. Þá er talað um að flestar konur sem hingað komu hafi verið upprunnar á Bretlandseyjum en karlarnir aftur norrænir. Þessar kenningar hafa verið gagnrýndar með erfðafræðilegum rökum. Aðrar erfðafræðilegar rannsóknir benda til þess að nútímaíslendingar séu blandaðri en meðaltal Evrópu.[2]
Íbúafjöldi landsins sveiflaðist á milli um 30.000 og 80.000 við hefðbundinn efnahag í bændasamfélagi fyrri alda. Frá miðri 19. öld fjölgaði Íslendingum hins vegar ört, bæði vegna framfara í læknavísindum og breyttra atvinnuhátta. Nú eru íbúar landsins tæplega 398.000 auk þúsunda af íslenskum uppruna sem ekki eru búsett á Íslandi.[3]
Innflytjendur
[breyta | breyta frumkóða]Innflytjendur á Íslandi voru þann 1. mars 2023: 66.823 eða 17,14% mannfjöldans.[4]
Pólverjar eru fjölmennastir innflytjenda og eru 36% allra innflytjenda. Þar á eftir koma innflytjendur frá Litáen (8%) og Rúmeníu (6%).[5] Árið 2022 voru pólskir karlar 35,8% allra karlkyns innflytjenda. Litháískir karlar voru næst fjölmennastir (6,2%) og síðan karlar með uppruna frá Rúmeníu (5,1%). Pólskar konur voru 32,2% kvenkyns innflytjenda og næst á eftir þeim voru konur frá Filippseyjum (5,4%), þá konur frá Litháen (4,7%).[6]
Íbúar eftir landsvæðum
[breyta | breyta frumkóða]Eftirfarandi tafla sýnir fjöldi íbúa eftir landsvæðum þann 1. nóvember 2023.[7]
Landsvæði | Íbúafjöldi |
---|---|
Höfuðborgarsvæðið | 253.028 |
Norðurland eystra | 32.335 |
Suðurland | 35.341 |
Suðurnes | 32.570 |
Vesturland | 18.008 |
Austurland | 11.504 |
Norðurland vestra | 7.517 |
Vestfirðir | 7.463 |
Íbúar eftir sveitarfélögum
[breyta | breyta frumkóða]Eftirfarandi tafla sýnir fjöldi íbúa eftir sveitarfélögum þann 1. janúar 2023.[8]
Trú og lífsskoðanir
[breyta | breyta frumkóða]Flestir íbúar Íslands eru í hinni evangelísk-lúthersku þjóðkirkju.
Trú- og lífsskoðunarfélag | Hlutfall |
---|---|
Þjóðkirkjan | 58,61% |
Kaþólska kirkjan | 3,83% |
Fríkirkjan í Reykjavík | 2,57% |
Fríkirkjan í Hafnarfirði | 1,94% |
Ásatrúarfélagið | 1,5% |
Siðmennt | 1,39% |
Óháði söfnuðurinn | 0,82% |
Hvítasunnukirkjan á Íslandi | 0,54% |
Utan trú- og lífsskoðunarfélaga | 7,71% |
Önnur trúfélög og ótilgreint | 18,73% |
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Lykiltölur mannfjöldans 1703-2024“. Hagstofa Íslands [á vefnum]. [skoðað 2024-04-24].
- ↑ Einar Árnason (2003). „Genetic Heterogeneity of Icelanders“. Annals of Human Genetics, vol. 67, issue 1, pp. 5-16. Sótt 12. júní 2008.. Sjá andsvar í A. Helgason, G. Nicholson, K. Stefánsson, P. Donnelly (2003). „A Reassessment of Genetic Diversity in Icelanders: Strong Evidence from Multiple Loci for Relative Homogeneity Caused by Genetic Drift“. Annals of Human Genetics, vol. 67, issue 4, pp. 281-297, júlí 2003. Sótt 12. júní 2008.
- ↑ „Íslendingar búsettir erlendis | Þjóðskrá“. www.skra.is. Sótt 8. desember 2023.
- ↑ „Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi í mars 2023“. www.skra.is. Sótt 8. desember 2023.
- ↑ https://www.skra.is/library/Samnyttar-skrar-/Frettir/20230313_Erlendir_rikisborgarar.xlsx
- ↑ „Hagstofan: Innflytjendur 16,3% íbúa landsins“. Hagstofa Íslands. Sótt 8. desember 2023.
- ↑ https://skra.is/library/Samnyttar-skrar-/Frettir/20231107_Sveitarfelog_ibuar.xlsx
- ↑ „Sveitarfélög og byggðakjarnar“. Hagstofa.is. Hagstofa Íslands. Sótt 10-3-2023.
- ↑ „Mannfjöldi eftir trú og lífsskoðunarfélögum 1998-2023“. PxWeb. Sótt 8. desember 2023.