Íbúar á Íslandi
Á Íslandi búa 376.248 manns (tölur frá 1. janúar 2022).
Íslendingar eru í megindráttum Norðurlandaþjóð hvað varðar menningu og tungumál. Samkvæmt elstu ritheimildum byggðist landið upphaflega af norrænum mönnum, einkum frá Noregi og frá nýlendum víkinga á Bretlandseyjum en með þeim í för voru meðal annars kristnir Írar og Bretar. Íslendingar hafa í gegnum tíðina átt mest samskipti við helstu fiskveiðiþjóðir á Norður-Atlantshafi.
Íbúafjöldi landsins sveiflaðist á milli um 30.000 og 80.000 við hefðbundinn efnahag í bændasamfélagi fyrri alda. Frá miðri 19. öld fjölgaði Íslendingum hins vegar ört, bæði vegna framfara í læknavísindum og breyttra atvinnuhátta. Nú eru íbúar landsins tæplega 370.000 auk þúsunda af íslenskum uppruna sem ekki eru búsett á Íslandi.
Kenningar um uppruna Íslendinga[breyta | breyta frumkóða]
Til er kenning um að Íslendingar séu að uppruna sérstakur germanskur þjóðflokkur, ólíkur öðrum þjóðflokkum á Norðurlöndum („Herúlakenningin“). Á síðari tímum hafa ýmsar kenningar um uppruna þjóðarinnar verið settar fram með erfðafræðilegum rökum. Þá er talað um að flestar konur sem hingað komu hafi verið upprunnar á Bretlandseyjum en karlarnir aftur norrænir. Þessar kenningar hafa verið gagnrýndar með erfðafræðilegum rökum. Aðrar erfðafræðilegar rannsóknir benda til þess að nútímaíslendingar séu blandaðri en meðaltal Evrópu[1].
Innflytjendur[breyta | breyta frumkóða]
Innflytjendur á Íslandi voru þann 1. júlí 2020: 50.700 eða 14,0% mannfjöldans.
Pólverjar eru fjölmennastir innflytjenda og eru 40% allra innflytjenda (2020). Þar á eftir koma innflytjendur frá Litháen (5,2%) og Filippseyjum (4,5%). Pólskir karlar eru 42,3% allra karlkyns innflytjenda. Litháenskir karlar eru næst fjölmennastir (5,8%) og síðan karlar með uppruna frá Bretlandi (3,2%). Pólskar konur eru 34,0% kvenkyns innflytjenda og næst á eftir þeim eru konur frá Filippseyjum (6,2%), þá konur frá Taílandi (4,7%).
Íbúar eftir landsvæðum[breyta | breyta frumkóða]
Landsvæði | Íbúafjöldi (1. september 2018) |
---|---|
Höfuðborgarsvæðið | 226.033 |
Norðurland eystra | 30.394 |
Suðurland | 27.086 |
Suðurnes | 26.820 |
Vesturland | 16.520 |
Austurland | 13.054 |
Norðurland vestra | 7.216 |
Vestfirðir | 7.029 |
Íbúar eftir sveitarfélögum[breyta | breyta frumkóða]
Trú og lífsskoðanir[breyta | breyta frumkóða]
Flestir íbúar Íslands eru í hinni evangelísk-lúthersku þjóðkirkju.
Staða (1. janúar 2020):
- 63 % Íslendinga eru meðlimir Þjóðkirkjunnar.
- 4 % eru meðlimir Kaþólsku kirkjunnar.
- 2,8% eru meðlimir Fríkirkjunnar í Reykjavík.
- 1,9% eru meðlimir Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.
- 1,3% eru í Ásatrúarfélaginu.
- 0,9% eru í Óháða söfnuðinum.
- 1 % eru í Siðmennt.
- 0,6 eru í Hvítasunnukirkjunni.
- 0,3% eru í Zuism.
- 6,6% eru utan trúfélaga.
- 11,2 eru í öðrum trúfélögum og ótilgreint.
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Einar Árnason (2003). „Genetic Heterogeneity of Icelanders“. Annals of Human Genetics, vol. 67, issue 1, pp. 5-16. Sótt 12. júní 2008.. Sjá andsvar í A. Helgason, G. Nicholson, K. Stefánsson, P. Donnelly (2003). „A Reassessment of Genetic Diversity in Icelanders: Strong Evidence from Multiple Loci for Relative Homogeneity Caused by Genetic Drift“. Annals of Human Genetics, vol. 67, issue 4, pp. 281-297, júlí 2003. Sótt 12. júní 2008.
- ↑ 2,0 2,1 Íbúafjöldi eftir sveitarfélögum 1. september 2018. Þjóðskrá Íslands.
- ↑ Mannfjöldi eftir trú og lífsskoðunarfélögum 1998-2016 Hagstofa. Skoðað 25. nóv, 2018