Íbúar á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íbúafjöldi á Íslandi 1703 til 2017

Á Íslandi búa 376.248 manns (tölur frá 1. janúar 2022).

Íslendingar eru í megindráttum Norðurlandaþjóð hvað varðar menningu og tungumál. Samkvæmt elstu ritheimildum byggðist landið upphaflega af norrænum mönnum, einkum frá Noregi og frá nýlendum víkinga á Bretlandseyjum en með þeim í för voru meðal annars kristnir Írar og Bretar. Íslendingar hafa í gegnum tíðina átt mest samskipti við helstu fiskveiðiþjóðir á Norður-Atlantshafi.

Íbúafjöldi landsins sveiflaðist á milli um 30.000 og 80.000 við hefðbundinn efnahag í bændasamfélagi fyrri alda. Frá miðri 19. öld fjölgaði Íslendingum hins vegar ört, bæði vegna framfara í læknavísindum og breyttra atvinnuhátta. Nú eru íbúar landsins tæplega 370.000 auk þúsunda af íslenskum uppruna sem ekki eru búsett á Íslandi.

Kenningar um uppruna Íslendinga[breyta | breyta frumkóða]

Til er kenning um að Íslendingar séu að uppruna sérstakur germanskur þjóðflokkur, ólíkur öðrum þjóðflokkum á Norðurlöndum („Herúlakenningin“). Á síðari tímum hafa ýmsar kenningar um uppruna þjóðarinnar verið settar fram með erfðafræðilegum rökum. Þá er talað um að flestar konur sem hingað komu hafi verið upprunnar á Bretlandseyjum en karlarnir aftur norrænir. Þessar kenningar hafa verið gagnrýndar með erfðafræðilegum rökum. Aðrar erfðafræðilegar rannsóknir benda til þess að nútímaíslendingar séu blandaðri en meðaltal Evrópu[1].

Innflytjendur[breyta | breyta frumkóða]

Innflytjendur á Íslandi voru þann 1. júlí 2020: 50.700 eða 14,0% mannfjöldans.

Pólverjar eru fjölmennastir innflytjenda og eru 40% allra innflytjenda (2020). Þar á eftir koma innflytjendur frá Litháen (5,2%) og Filippseyjum (4,5%). Pólskir karlar eru 42,3% allra karlkyns innflytjenda. Litháenskir karlar eru næst fjölmennastir (5,8%) og síðan karlar með uppruna frá Bretlandi (3,2%). Pólskar konur eru 34,0% kvenkyns innflytjenda og næst á eftir þeim eru konur frá Filippseyjum (6,2%), þá konur frá Taílandi (4,7%).

Íbúar eftir landsvæðum[breyta | breyta frumkóða]

Landsvæði Íbúafjöldi (1. september 2018)
Höfuðborgarsvæðið 226.033
Norðurland eystra 30.394
Suðurland 27.086
Suðurnes 26.820
Vesturland 16.520
Austurland 13.054
Norðurland vestra 7.216
Vestfirðir 7.029

[2]

Íbúar eftir sveitarfélögum[breyta | breyta frumkóða]

Sveitafélag Íbúafjöldi (1. september 2018)
Reykjavík 127.478
Kópavogur 36.591
Hafnarfjörður 29.779
Akureyrarkaupstaður 18.880
Reykjanesbær 18.657
Garðabær 16.156
Mosfellsbær 11.177
Sveitarfélagið Árborg 9.329
Akraneskaupstaður 7.380
Fjarðabyggð 5.070
Seltjarnarnesbær 4.618
Vestmannaeyjabær 4.319
Sveitarfélagið Skagafjörður 3.979
Borgarbyggð 3.816
Ísafjarðarbær 3.781
Fljótsdalshérað 3.614
Sameinað sveitafélag Garðs og Sandgerði 3.519
Grindavíkurbær 3.358
Norðurþing 3.038
Hveragerðisbær 2.612
Sveitarfélagið Hornafjörður 2.366
Sveitarfélagið Ölfus 2.141
Fjallabyggð 2.005
Dalvíkurbyggð 1.893
Rangárþing eystra 1.875
Snæfellsbær 1.668
Rangárþing ytra 1.616
Sveitarfélagið Vogar 1.286
Stykkishólmsbær 1.197
Húnaþing vestra 1.179
Bláskógabyggð 1.115
Eyjafjarðarsveit 1.017
Vesturbyggð 1.011
Bolungarvíkurkaupstaður 942
Blönduósbær 935
Þingeyjarsveit 929
Grundarfjarðarbær 884
Hrunamannahreppur 782
Seyðisfjarðarkaupstaður 698
Mýrdalshreppur 683
Hvalfjarðarsveit 666
Dalabyggð 663
Flóahreppur 655
Vopnafjarðarhreppur 651
Skeiða- og Gnúpverjahreppur 645
Hörgársveit 601
Skaftárhreppur 591
Langanesbyggð 515
Skútustaðahreppur 509
Svalbarðsstrandarhreppur 492
Djúpavogshreppur 475
Grímsnes- og Grafningshreppur 475
Strandabyggð 456
Sveitarfélagið Skagaströnd 456
Húnavatnshreppur 380
Grýtubakkahreppur 366
Tálknafjarðarhreppur 252
Reykhólahreppur 250
Ásahreppur 248
Kjósarhreppur 234
Akrahreppur 198
Súðavíkurhreppur 192
Eyja- og Miklaholtshreppur 128
Borgarfjarðarhreppur 109
Kaldrananeshreppur 102
Svalbarðshreppur 91
Skagabyggð 89
Fljótsdalshreppur 71
Helgafellssveit 62
Tjörneshreppur 58
Skorradalshreppur 56
Árneshreppur 43

[2]

Trú og lífsskoðanir[breyta | breyta frumkóða]

Flestir íbúar Íslands eru í hinni evangelísk-lúthersku þjóðkirkju.

Staða (1. janúar 2020):

[3]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Einar Árnason (2003). „Genetic Heterogeneity of Icelanders“. Annals of Human Genetics, vol. 67, issue 1, pp. 5-16. Sótt 12. júní 2008.. Sjá andsvar í A. Helgason, G. Nicholson, K. Stefánsson, P. Donnelly (2003). „A Reassessment of Genetic Diversity in Icelanders: Strong Evidence from Multiple Loci for Relative Homogeneity Caused by Genetic Drift“. Annals of Human Genetics, vol. 67, issue 4, pp. 281-297, júlí 2003. Sótt 12. júní 2008.
  2. 2,0 2,1 Íbúafjöldi eftir sveitarfélögum 1. september 2018. Þjóðskrá Íslands.
  3. Mannfjöldi eftir trú og lífsskoðunarfélögum 1998-2016 Hagstofa. Skoðað 25. nóv, 2018