Grikkland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
Grikkland | |
---|---|
Sjónvarpsstöð | Ellinikí Radiofonía Tileórasi (ERT) |
Söngvakeppni | Engin (2018–) |
Ágrip | |
Þátttaka | 41 (39 úrslit) |
Fyrsta þátttaka | 1974 |
Besta niðurstaða | 1. sæti: 2005 |
Núll stig | Aldrei |
Tenglar | |
Síða ERT | |
Síða Grikklands á Eurovision.tv |
Grikkland hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 41 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1974. Landið hefur verið fjarverandi í 6 skipti síðan þá (1975, 1982, 1984, 1986, 1999 og 2000). Fyrsti sigur Grikklands kom árið 2005 þegar Helena Paparizou keppti með laginu „My Number One“. Gríska sjónvarpsstöðin Ellinikí Radiofonía Tileórasi (ERT) sér um val framlags hvert ár og um sýningu keppnanna. Grikkland hefur aldrei endað í seinasta sæti.
Yfir 20. öldina náði Grikkland aðeins tveimur topp-5 niðurstöðum, Paschalis, Marianna, Robert & Bessy (1977) og Kleopatra (1992) í fimmta sæti. Í byrjun 21. aldar var Grikkland eitt af árangursríkustu þjóðunum í keppninni, með 10 af 13 topp-10 niðurstöðum á milli 2001 og 2013, þar á meðal Antique (2001), Sakis Rouvas (2004) og Kalomira (2008) í þriðja sæti.
Á milli áranna 2014 og 2019 hafði Grikkland ekki hlotið topp-10 niðurstöðu og komst ekki áfram í 2 skipti (2016 og 2018) í úrslitakeppnina. Í fyrsta sinn frá árinu 2013, náði Stefania annari topp-10 niðurstöðu í keppninni árið 2021 með laginu „Last Dance“ þar sem hún endaði í tíunda sæti.
Yfirlit þátttöku (niðurstöður)
[breyta | breyta frumkóða]Þessi grein þarf að uppfæra. Þú getur hjálpað við að uppfæra þessa grein í samræmi við nýlega atburði eða nýjar upplýsingar. (maí 2022) |
1 | Sigurvegari |
2 | Annað sæti |
3 | Þriðja sæti |
Framlag valið en ekki keppt | |
Þátttaka væntanleg |
Ár | Flytjandi | Lag | Tungumál | Úrslit | Stig | U.úrslit | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1974 | Marinella | Krasi, thalassa ke t'agori mou (Κρασί, θάλασσα και τ'αγόρι μου) | gríska | 11 | 7 | Engin undankeppni | |
1976 | Mariza Koch | Panagia mou, panagia mou (Παναγιά μου, παναγιά μου) | gríska | 13 | 20 | ||
1977 | Paschalis, Marianna, Robert & Bessy | Mathima solfege (Μάθημα σολφέζ) | gríska | 5 | 92 | ||
1978 | Tania Tsanaklidou | Charlie Chaplin (Τσάρλυ Τσάπλιν) | gríska | 8 | 66 | ||
1979 | Elpida | Sokratis (Σωκράτης) | gríska | 8 | 69 | ||
1980 | Anna Vissi & The Epikouri | Autostop (Ωτοστόπ) | gríska | 13 | 30 | ||
1981 | Yiannis Dimitras | Feggari kalokerino (Φεγγάρι καλοκαιρινό) | gríska | 8 | 55 | ||
1982 | Themis Adamadidis | Sarantapente kopelies (Σαρανταπέντε κοπελιές) | gríska | Dæmt úr keppni [a] | |||
1983 | Kristi Stassinopoulou | Mou les (Μου λες) | gríska | 14 | 32 | Engin undankeppni | |
1985 | Takis Biniaris | Moiazoume (Μοιάζουμε) | gríska | 16 | 15 | ||
1986 | Polina | Wagon-lit (Βαγκόν λι) | gríska | Dregið úr keppni [b] | |||
1987 | Bang | Stop (Στοπ) | gríska | 10 | 64 | Engin undankeppni | |
1988 | Afroditi Frida | Clown (Κλόουν) | gríska | 17 | 10 | ||
1989 | Mariana Efstratiou | To diko sou asteri (Το δικό σου αστέρι) | gríska | 9 | 56 | ||
1990 | Christos Callow & Wave | Horis Skopo (Χωρίς σκοπό) | gríska | 19 | 11 | ||
1991 | Sophia Vossou | I anoixi (Η ανοιξη) | gríska | 13 | 36 | ||
1992 | Kleopatra | Olou tou kosmou i Elpida (Όλου του κόσμου η Ελπίδα) | gríska | 5 | 94 | ||
1993 | Katy Garbi | Ellada, chora tou fotos (Ελλάδα, χώρα του φωτός) | gríska | 9 | 64 | Kvalifikacija za Millstreet | |
1994 | Kostas Bigalis & The Sea Lovers | To trehandiri (Το τρεχαντήρι) | gríska | 14 | 44 | Engin undankeppni | |
1995 | Elina Konstantopoulou | Poia prosefchi (Ποια προσευχή) | gríska | 12 | 68 | ||
1996 | Mariana Efstratiou | Emeis forame to himona anoixiatika (Εμείς φοράμε το χειμώνα ανοιξιάτικα) | gríska | 14 | 36 | 12 | 45 |
1997 | Marianna Zorba | Horepse (Χόρεψε) | gríska | 12 | 39 | Engin undankeppni | |
1998 | Thalassa | Mia krifi evaisthisia (Μια κρυφή ευαισθησία) | gríska | 20 | 12 | ||
2001 | Antique | (I Would) Die for You | enska, gríska | 3 | 147 | ||
2002 | Michalis Rakintzis | S.A.G.A.P.O. | enska | 17 | 27 | ||
2003 | Mando | Never Let You Go | enska | 17 | 25 | ||
2004 | Sakis Rouvas | Shake It | enska | 3 | 252 | 3 | 238 |
2005 | Helena Paparizou | My Number One | enska | 1 | 230 | Topp 12 árið fyrr [c] | |
2006 | Anna Vissi | Everything | enska | 9 | 128 | Sigurvegari 2005 [d] | |
2007 | Sarbel | Yassou Maria (Γεια σου Μαρία) | enska | 7 | 139 | Topp 10 árið fyrr [c] | |
2008 | Kalomira | Secret Combination | enska | 3 | 218 | 1 | 156 |
2009 | Sakis Rouvas | This Is Our Night | enska | 7 | 120 | 4 | 110 |
2010 | Giorgos Alkaios & Friends | OPA! (ΩΠΑ!) | gríska [e] | 8 | 140 | 2 | 133 |
2011 | Loukas Giorkas með Stereo Mike | Watch My Dance | gríska, enska | 7 | 120 | 1 | 133 |
2012 | Eleftheria Eleftheriou | Aphrodisiac | enska | 17 | 64 | 4 | 116 |
2013 | Koza Mostra með Agathonas Iakovidis | Alcohol Is Free | gríska, enska | 6 | 152 | 2 | 121 |
2014 | Freaky Fortune með RiskyKidd | Rise Up | enska | 20 | 35 | 7 | 74 |
2015 | Maria Elena Kyriakou | One Last Breath | enska | 19 | 23 | 6 | 81 |
2016 | Argo | Utopian Land | gríska, [f] enska | Komst ekki áfram | 16 | 44 | |
2017 | Demy | This Is Love | enska | 19 | 77 | 10 | 115 |
2018 | Yianna Terzi | Oniro mou (Όνειρό μου) | gríska | Komst ekki áfram | 14 | 81 | |
2019 | Katerine Duska | Better Love | enska | 21 | 74 | 5 | 185 |
2020 | Stefania | Supergirl | enska | Keppni aflýst [g] | |||
2021 | Stefania | Last Dance | enska | 10 [h] | 170 | 6 | 184 |
2022 | Þátttaka staðfest [1] |
- ↑ Landið var dæmt úr keppni eftir að komist var að því að lagið væri endurgerð af grísku þjóðlagi.
- ↑ Dregið úr keppni þar sem að keppnin var haldin kvöldið fyrir páska rétttrúaðra.
- ↑ 3,0 3,1 Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.
- ↑ Ef að land hefur unnið árið áður, þarf það ekki að keppa í undanúrslitunum árið eftir.
- ↑ Inniheldur einn frasa á ensku.
- ↑ Að mestu leyti pontusgríska, fyrir utan fyrstu tvær setningarnar í laginu.
- ↑ Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.
- ↑ Bæði Grikkland og Búlgaría enduðu með jafn mörg stig. Grikkland endaði þó í sætinu fyrir ofan Búlgaríu þar sem að það fékk fleiri stig í símakosningunni.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „REVEALED: the 41 countries joining Eurovision in Turin 2022“. Eurovision.tv. EBU. 20. október 2021. Afrit af uppruna á 20. október 2021. Sótt 20. október 2021.