Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva | |
---|---|
Einnig þekkt sem |
|
Tegund | Söngvakeppni |
Búið til af | Samband evrópskra sjónvarpsstöðva |
Byggt á | Sanremo tónlistarhátíðin |
Frummál | Enska og franska |
Fjöldi þátta |
|
Framleiðsla | |
Lengd þáttar |
|
Útsending | |
Sýnt | 24. maí 1956í dag | –
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (enska: Eurovision Song Contest; franska: Concours Eurovision de la chanson) er alþjóðleg söngvakeppni sem er haldin árlega af Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Hvert þátttökuland sendir inn frumsamið lag til að flytja í beinni útsendingu í keppninni og gefur lögum hinna landanna stig til að ákvarða sigurvegara.
Keppnin hefur verið haldin árlega síðan 1956 (fyrir utan 2020), sem gerir hana að langlífustu alþjóðlegu tónlistarkeppninni og eina af langlífustu sjónvarpsþáttum sem hafa verið gerðir. Keppnin er byggð á Sanremo tónlistarhátíðinni sem hefur verið haldin í Ítalíu síðan árið 1951. Sjónvarpsstöðvar sem eru virkir meðlimir í Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva og aðrar sem hafa fengið til þess boð hafa þátttökurétt í keppninni. Til og með 2024 hafa 52 lönd tekið þátt að minnsta kosti einu sinni.
Hver sjónvarpsstöð sendir eitt frumsamið lag sem er þrjár mínútur að lengd eða styttra sem er svo flutt í beinni útsendingu af söngvara eða allt að sex manna hópi 16 ára og eldri. Hvert land gefur 1-8, 10 og 12 stig til tíu uppáhalds laga sinna, byggt á skoðunum dómnefndar landsins og áhorfenda í landinu. Lagið sem fær flest stig sigrar keppnina.
Auk flutnings frá keppendum fara einnig fram opnunaratriði og ýmis skemmtiatriði. Þekktir flytjendur sem hefur komið fram sem skemmtiatriði eru Cirque du Soleil, Madonna, Justin Timberlake, Mika og Rita Ora. Keppnin hófst sem stakur kvöldviðburður, en hefur stækkað eftir því sem ný lönd hafa bæst við (þar á meðal lönd utan Evrópu, eins og Ísrael og Ástralía) sem leiddi til þess að undankeppni var bætt við árið 2004, og annarri undankeppni árið 2008.
Til og með 2024 hefur Þýskaland tekið oftast þátt, en það hefur tekið þátt á hverju ári frá upphafi, nema árið 1996 þegar landið komst ekki upp úr forvalinu. Írland og Svíþjóð eiga metið yfir flesta sigra, með sjö sigra hvort í heildina.
Hefð er fyrir því að keppnin sé haldin í því landi sem sigraði árið á undan og gefur því landi tækifæri til að kynna landið sem ferðamannastað. Þúsundir áhorfenda mæta á hverju ári, ásamt blaðamönnum sem fjalla um alla hluta keppninnar, þar á meðal æfingar á staðnum, blaðamannafundi með keppendum, auk annarra tengdra viðburða og sýninga í borginni sem keppnin er haldin í. Samhliða almenna Eurovision lógóinu er einstakt þema venjulega skapað fyrir hvert ár.
Keppnin hefur verið sýnd í löndum í öllum heimsálfum og hefur verið aðgengileg í gegnum opinbera vefsíðu keppninnar síðan 2001. Árlega horfa hundruð milljóna áhorfenda á keppnina um allan heim. Að koma fram í keppninni hefur oft gefið flytjendum aukinn árangur í heimalandi sínu og í sumum tilfellum langvarandi árangri á heimsvísu. Nokkuð af söluhæsta tónlistarfólki heims hefur keppt í gegnum tíðina, þar á meðal ABBA, Celine Dion, Julio Iglesias, Cliff Richards og Olivia Newton-John.
Sigurvegarar
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Land | Lag | Flytjandi | Tungumál | Stig |
---|---|---|---|---|---|
1956 | Sviss | „Refrain“ | Lys Assia | franska | —[a] |
1957 | Holland | „Net als toen“ | Corry Brokken | hollenska | 31 |
1958 | Frakkland | „Dors, mon amour“ | André Claveau | franska | 27 |
1959 | Holland | „Een beetje“ | Teddy Scholten | hollenska | 21 |
1960 | Frakkland | „Tom Pillibi“ | Jacqueline Boyer | franska | 32 |
1961 | Lúxemborg | „Nous les amoureux“ | Jean-Claude Pascal | franska | 31 |
1962 | Frakkland | „Un premier amour“ | Isabelle Aubret | franska | 26 |
1963 | Danmörk | „Dansevise“ | Grethe & Jørgen Ingmann | danska | 42 |
1964 | Ítalía | „Non ho l'età“ | Gigliola Cinquetti | ítalska | 49 |
1965 | Lúxemborg | „Poupée de cire, poupée de son“ | France Gall | franska | 32 |
1966 | Austurríki | „Merci, Chérie“ | Udo Jürgens | þýska | 31 |
1967 | Bretland | „Puppet on a String“ | Sandie Shaw | enska | 47 |
1968 | Spánn | „La La La“ | Massiel | spænska | 29 |
1969 | Bretland | „Boom Bang-a-Bang“ | Lulu | enska | 18[b] |
Frakkland | „Un jour, un enfant“ | Frida Boccara | franska | ||
Holland | „De troubadour“ | Lenny Kuhr | hollenska | ||
Spánn | „Vivo cantando“ | Salomé | spænska | ||
1970 | Írland | „All Kinds of Everything“ | Dana | enska | 32 |
1971 | Mónakó | „Un banc, un arbre, une rue“ | Séverine | franska | 128 |
1972 | Lúxemborg | „Après toi“ | Vicky Leandros | franska | 128 |
1973 | Lúxemborg | „Tu te reconnaîtras“ | Anne-Marie David | franska | 129 |
1974 | Svíþjóð | „Waterloo“ | ABBA | enska | 24 |
1975 | Holland | „Ding-a-dong“ | Teach-In | enska | 152 |
1976 | Bretland | „Save Your Kisses for Me“ | Brotherhood of Man | enska | 164 |
1977 | Frakkland | „L'Oiseau et l'Enfant“ | Marie Myriam | franska | 136 |
1978 | Ísrael | „A-Ba-Ni-Bi“ (א-ב-ני-בי) | Izhar Cohen & Alphabeta | hebreska | 157 |
1979 | Ísrael | „Hallelujah“ (הללויה) | Milk and Honey | hebreska | 125 |
1980 | Írland | „What's Another Year“ | Johnny Logan | enska | 143 |
1981 | Bretland | „Making Your Mind Up“ | Bucks Fizz | enska | 136 |
1982 | Þýskaland | „Ein bißchen Frieden“ | Nicole | þýska | 161 |
1983 | Lúxemborg | „Si la vie est cadeau“ | Corinne Hermès | franska | 142 |
1984 | Svíþjóð | „Diggi-Loo Diggi-Ley“ | Herreys | sænska | 145 |
1985 | Noregur | „La det swinge“ | Bobbysocks! | norska | 123 |
1986 | Belgía | „J'aime la vie“ | Sandra Kim | franska | 176 |
1987 | Írland | „Hold Me Now“ | Johnny Logan | enska | 172 |
1988 | Sviss | „Ne partez pas sans moi“ | Céline Dion | franska | 137 |
1989 | Júgóslavía | „Rock Me“ | Riva | serbókróatíska | 137 |
1990 | Ítalía | „Insieme: 1992“ | Toto Cutugno | ítalska | 149 |
1991 | Svíþjóð | „Fångad av en stormvind“ | Carola | sænska | 146 |
1992 | Írland | „Why Me?“ | Linda Martin | enska | 155 |
1993 | Írland | „In Your Eyes“ | Niamh Kavanagh | enska | 187 |
1994 | Írland | „Rock 'n' Roll Kids“ | Paul Harrington & Charlie McGettigan | enska | 226 |
1995 | Noregur | „Nocturne“ | Secret Garden | norska | 148 |
1996 | Írland | „The Voice“ | Eimear Quinn | enska | 162 |
1997 | Bretland | „Love Shine a Light“ | Katrina and the Waves | enska | 227 |
1998 | Ísrael | „Diva“ (דיווה) | Dana International | hebreska | 172 |
1999 | Svíþjóð | „Take Me to Your Heaven“ | Charlotte Nilsson | enska | 163 |
2000 | Danmörk | „Fly on the Wings of Love“ | Olsen-bræður | enska | 195 |
2001 | Eistland | „Everybody“ | Tanel Padar, Dave Benton & 2XL | enska | 198 |
2002 | Lettland | „I Wanna“ | Marie N | enska | 176 |
2003 | Tyrkland | „Everyway That I Can“ | Sertab Erener | enska | 167 |
2004 | Úkraína | „Wild Dances“ | Rúslana | enska, úkraínska | 280 |
2005 | Grikkland | „My Number One“ | Helena Paparizou | enska | 230 |
2006 | Finnland | „Hard Rock Hallelujah“ | Lordi | enska | 292 |
2007 | Serbía | „Molitva“ (Молитва) | Marija Šerifović | serbneska | 268 |
2008 | Rússland | „Believe“ | Díma Bílan | enska | 272 |
2009 | Noregur | „Fairytale“ | Alexander Rybak | enska | 387 |
2010 | Þýskaland | „Satellite“ | Lena | enska | 246 |
2011 | Aserbaísjan | „Running Scared“ | Ell & Nikki | enska | 221 |
2012 | Svíþjóð | „Euphoria“ | Loreen | enska | 372 |
2013 | Danmörk | „Only Teardrops“ | Emmelie de Forest | enska | 281 |
2014 | Austurríki | „Rise Like a Phoenix“ | Conchita Wurst | enska | 290 |
2015 | Svíþjóð | „Heroes“ | Måns Zelmerlöw | enska | 365 |
2016 | Úkraína | „1944“ | Jamala | enska, krímtataríska | 534 |
2017 | Portúgal | „Amar pelos dois“ | Salvador Sobral | portúgalska | 758 |
2018 | Ísrael | „Toy“ | Netta | enska | 529 |
2019 | Holland | „Arcade“ | Duncan Laurence | enska | 498 |
2020 | Keppni aflýst vegna COVID-19 faraldursins. | ||||
2021 | Ítalía | „Zitti e buoni“ | Måneskin | ítalska | 524 |
2022 | Úkraína | „Stefania“ (Стефанія) | Kalush Orchestra | úkraínska | 631 |
2023 | Svíþjóð | „Tattoo“ | Loreen | enska | 583 |
2024 | Sviss | „The Code“ | Nemo | enska | 591 |
Framlag Íslands til keppninnar
[breyta | breyta frumkóða]Ísland tók fyrst þátt árið 1986 og taflan hér að neðan sýnir nafn lags og flytjanda og það sæti sem framlagið hlaut í lokakeppninni.
Þessi grein þarf að uppfæra. Þú getur hjálpað við að uppfæra þessa grein í samræmi við nýlega atburði eða nýjar upplýsingar. Hægt er að ræða breytingar á spjallsíðunni. (maí 2023) |
1 | Fyrsta sæti |
2 | Annað sæti |
3 | Þriðja sæti |
Síðasta sæti | |
Framlag valið en ekki keppt |
Ár | Flytjandi | Lag Lag (L) og texti (T) |
Tungumál | Úrslit | U.úrslit | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Sæti | Stig | Sæti | Stig | ||||
1986 | ICY | „Gleðibankinn“ L/T: Magnús Eiríksson |
íslenska | 16 / 20 | 19 | Engin undankeppni | |
1987 | Halla Margrét | „Hægt og hljótt“ L: Valgeir Guðjónsson |
íslenska | 16 / 22 | 28 | ||
1988 | Beathoven | „Þú og þeir (Sókrates)“ L/T: Sverrir Stormsker |
íslenska | 16 / 21 | 20 | ||
1989 | Daníel Ágúst | „Það sem enginn sér“ L/T: Valgeir Guðjónsson |
íslenska | 22 / 22 | 0 | ||
1990 | Stjórnin | „Eitt lag enn“ L: Hörður G. Ólafsson; T: Aðalsteinn Ásberg Ásgeirsson |
íslenska | 4 / 21 | 124 | ||
1991 | Stefán & Eyfi | „Draumur um Nínu“ L/T: Eyjólfur Kristjánsson |
íslenska | 15 / 22 | 26 | ||
1992 | Heart 2 Heart | „Nei eða já“ L: Friðrik Karlsson, Grétar Örvarsson; T: Stefán Hilmarsson |
íslenska | 7 / 23 | 80 | ||
1993 | Inga | „Þá veistu svarið“ L: Jon Kjell Seljeseth; T: Friðrik Sturluson |
íslenska | 13 / 25 | 42 | Kvalifikacija za Millstreet | |
1994 | Sigga | „Nætur“ L: Friðrik Karlsson; T: Stefán Hilmarsson |
íslenska | 12 / 25 | 49 | Engin undankeppni | |
1995 | Björgvin Halldórsson | „Núna“ L: Björgvin Halldórsson, Ed Welch; T: Jón Örn Marinóson |
íslenska | 15 / 23 | 31 | ||
1996 | Anna Mjöll | „Sjúbídú“ L/T: Anna Mjöll Ólafsdóttir, Ólafur Gaukur Þórhallsson |
íslenska | 13 / 23 | 51 | 10 / 29 | 59 |
1997 | Páll Óskar | „Minn hinsti dans“ L: Páll Óskar, Trausti Haraldsson; T: Páll Óskar |
íslenska | 20 / 24 | 18 | Engin undankeppni | |
1998 | Tók ekki þátt | ||||||
1999 | Selma Björnsdóttir | „All Out of Luck“ L: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Sveinbjörn I. Baldvinsson; T: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson |
enska | 2 / 23 | 146 | Engin undankeppni | |
2000 | Einar Ágúst & Telma | „Tell Me!“ („Hvert sem er“) L: Örlygur Smári; T: Örlygur Smári, Sigurður Örn Jónsson |
enska | 12 / 24 | 45 | ||
2001 | Two Tricky | „Angel“ („Birta“) L: Einar Bárðarson, Magnús Þór Sigmundsson; T: Einar Bárðarson |
enska | 22 / 22 | 3 | ||
2002 | Tók ekki þátt | ||||||
2003 | Birgitta Haukdal | „Open Your Heart“ („Segðu mér allt“) L: Birgitta Haukdal; T: Hallgrímur Óskarsson |
enska | 8 / 26 | 81 | Engin undankeppni | |
2004 | Jónsi | „Heaven“ („Himinn“) L: Sveinn Rúnar Sigurðsson; T: Magnús Þór Sigurðsson |
enska | 19 / 24 | 16 | Topp 11 árið fyrr[c] | |
2005 | Selma Björnsdóttir | „If I Had Your Love“ L:Þ. Þorvaldsson, Vignir Vigfússon; T: Selma Björnsdóttir, Linda Thompson |
enska | Komst ekki áfram | 16 / 25 | 52 | |
2006 | Silvía Nótt | „Congratulations“ („Til hamingju Ísland“) L: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson |
enska | 13 / 23 | 62 | ||
2007 | Eiríkur Hauksson | „Valentine Lost“ („Ég les í lófa þínum“) L: Sveinn Rúnar Sigurðsson; T: Peter Fenner |
enska | 13 / 28 | 77 | ||
2008 | Eurobandið | „This Is My Life“ („Fullkomið líf“) L: Örlygur Smári; T: Páll Óskar, Peter Fenner |
enska | 14 / 25 | 64 | 8 / 19 | 68 |
2009 | Jóhanna Guðrún | „Is It True?“ L/T: Óskar Páll Sveinsson, Chris Neil, Tinatin |
enska | 2 / 25 | 218 | 1 / 18 | 174 |
2010 | Hera Björk | „Je ne sais quoi“ L/T: Örlygur Smári, Hera Björk |
enska, franska | 19 / 25 | 41 | 3 / 17 | 123 |
2011 | Vinir Sjonna | „Coming Home“ („Aftur heim“) L: Sigurjón Brink; T: Þórunn Erna Clausen |
enska | 20 / 25 | 61 | 4 / 19 | 100 |
2012 | Greta Salóme & Jónsi | „Never Forget“ („Mundu eftir mér“) L/T: Greta Salóme |
enska | 20 / 26 | 46 | 8 / 18 | 75 |
2013 | Eyþór Ingi | „Ég á líf“ L/T: Örlygur Smári, Pétur Örn Guðmundsson |
íslenska | 17 / 26 | 47 | 6 / 17 | 72 |
2014 | Pollapönk | „No Prejudice“ („Enga fordóma“) L: Heiðar Örn Kristjánsson; T: Heiðar Örn Kristjánsson, Haraldur Freyr Gíslason, John Grant |
enska | 15 / 26 | 58 | 8 / 16 | 61 |
2015 | María Ólafsdóttir | „Unbroken“ („Lítil skref“) L: Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Sæþór Kristjánsson; T: Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Sæþór Kristjánsson, María Ólafsdóttir |
enska | Komst ekki áfram | 15 / 17 | 14 | |
2016 | Greta Salóme | „Hear Them Calling“ („Raddirnar“) L/T: Greta Salóme |
enska | 14 / 18 | 51 | ||
2017 | Svala | „Paper“ („Ég veit það“) L: Svala Björgvinsdóttir, Einar Egilsson, Lester Mendez, Lily Elise; T: Svala Björgvinsdóttir, Lily Elise |
enska | 15 / 18 | 60 | ||
2018 | Ari Ólafsson | „Our Choice“ („Heim“) L/T: Þórunn Erna Clausen |
enska | 19 / 19 | 15 | ||
2019 | Hatari | „Hatrið mun sigra“ L/T: Hatari |
íslenska | 10 / 26 | 232 | 3 / 17 | 221 |
2020 | Daði og Gagnamagnið | „Think About Things“ („Gagnamagnið“) L/T: Daði Freyr |
enska | Keppni aflýst[d] | |||
2021 | Daði og Gagnamagnið | „10 Years“ L/T: Daði Freyr |
enska | 4 / 26 | 378 | 2 / 17 | 288 |
2022 | Systur | „Með hækkandi sól“ L/T: Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir |
íslenska | 23 / 25 | 20 | 10 / 17 | 103 |
2023 | Diljá | „Power“ („Lifandi inní mér“) L/T: Diljá, Pálmi Ragnar Ásgeirsson |
enska | Komst ekki áfram | 11 / 16 | 44 | |
2024 | Hera Björk | „Scared of Heights“ („Við förum hærra“) L/T: Ásdís María Viðarsdóttir, Michael Burek, Jaro Omar, Ferras Alqaisi |
enska | 15 / 15 | 3 |
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- Keppnin er einnig stundum kölluð Eurovision, ESC eða Evróvision en sá titill er tvíræður. Einnig hefur keppnin verið nefnd Evrópusöngvakeppnin.[1]
- RÚV og Íslensk málstöð hefur mælt með að menn segi Evrósjón (eða - en síður - Evróvisjón). Meginrökin eru þau að Evrópa heitir ekki Júrópa á íslensku, heldur Evrópa með vaffi.
- Árið 1969 voru fjögur lönd sigurvegarar keppninnar, því að þá voru engar reglur til um hvað gera skyldi ef jafntefli kæmi upp.
- Írland og Svíþjóð hafa unnið keppnina oftast eða 7 sinnum.
- Árið 1993 var haldin undankeppni þar sem að nokkur lönd kepptu sem voru úr Júgóslavíu og eitt land úr Sovétríkjunum og nokkur önnur lönd sem voru sjálfstæð á tíma hinna landana.Löndin sem unnu og komust til Millstreet voru Króatía, Slóvenía og Bosnía og Hersegóvína. Keppnin var haldin í Slóveníu 3. apríl 1993. Þetta er fyrsta undankeppni Eurovision í sögunni þegar að lönd keppa saman.
- Árið 1973 sendi Noregur lag sem var sungið á 12 tungumálum; ensku, frönsku, spænsku, ítölsku, hollensku, írsku, þýsku, hebresku, bosnísku (Júgóslavía), finnsku, sænsku og norsku. Lagið var með ensku nafni, „It's Just a Game“. Noregur var nr. 5 í röðinni en Ísrael var nr. 17. Ísrael var að gera frumþáttöku, þannig að Noregur var hálfgerðlega fyrsta landið til að syngja á hebresku í Eurovision.
- Árið 1977 var Túnis í sæti nr. 4 í röðinni til að syngja í London en sjónvarpsstöðin dró þátttökuna til baka. Sagt er að þau vildu ekki keppa við Ísrael. Sé það rétt þá gerðist það árið 2005 að Líbanon ætlaði að taka þátt en hætti við af sömu ástæðum og það er staðfest.
- COVID-19 faraldurinn gerði það að verkum að keppninni var aflýst árið 2020.
Athugasemdir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Niðurstöðurnar fyrir keppnina árið 1956 eru ekki vitaðar, aðeins var sigurvegarinn kynntur.
- ↑ Í keppninni árið 1969 voru fjórir sigurvegarar. Engar reglur voru þá til um bráðabana og voru þar af leiðandi öll löndin talin sem sigurvegarar.
- ↑ Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.
- ↑ Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.