Fara í innihald

Iveta Mukuchyan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Iveta í Stokkhólmi

Iveta Mukuchyan (armenska: Իվետա Մուկուչյան; fædd 14. október 1986) er armensk söngkona, lagahöfundur, fyrirsæta og leikkona. Hún er fædd í Jerevan en flutti til Hamborg í Þýskalandi árið 1992. Árið 2009 snéri Iveta aftur til Armeníu og tók þátt í fjórðu seríu af Hay Superstar, þar sem hún lenti í fimmta sæti. Árið 2012 tók hún þátt í annari seríu af The Voice Germany.

Hún söng lagið LoveWave sem var framlag Armeníu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2016. Þar endaði hún í sjöunda sæti með 249 stig.

  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.