Síðara franska keisaraveldið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Franska keisaraveldið
Empire français
Fáni Frakklands Skjaldarmerki keisarans
Kjörorð ríkisins: Liberté, égalité, fraternité
(„Frelsi, jafnrétti, bræðralag“)
Þjóðsöngur Partant pour la Syrie
„Á leið til Sýrlands“

Síðara franska keisaraveldið og nýlendur þess árið 1867.
Opinber tungumál Franska
Höfuðborg París
Keisari
 -1852–1870

Napóleon III
Stofnun 14. janúar 1852
Upplausn 4. september 1870
Gjaldmiðill Franskur franki

Síðara franska keisaraveldið (le Second Empire á frönsku) var stjórnkerfi Frakklands sem varð til þann 2. desember 1852 þegar Louis-Napoléon Bonaparte, forseti Frakklands, framdi valdarán og lýsti sig Napóleon III.Frakkakeisara. Ríkið kom í stað annars franska lýðveldisins en þriðja franska lýðveldið tók við þegar það leið undir lok.

Sögu síðara keisaraveldisins er venjulega skipt í tvennt. Gerræðislegt stjórnarfar Napóleons III. einkenndi fyrra tímabilið sem stóð frá 1852 til 1860. Á síðara tímabilinu, frá 1860 til 1870, var reynt að gera ríkið að „frjálslyndu keisaraveldi“.[1]

Síðara keisaraveldið leið undir lok þann 4. september 1870 eftir orrustuna við Sedan í fransk-prússneska stríðinu. Þar biðu Frakkar ósigur fyrir Prússum undir stjórn Otto von Bismarck kanslara Prússlands og Napóleon III. var handtekinn. Í kjölfarið var stofnað lýðveldi í París sem hélt stríðinu áfram um skamma hríð.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Guy Antonetti, Histoire contemporaine politique et sociale, Paris, PUF, 1986, bls. 269.