Fara í innihald

Nútími

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nútími er hugtak sem vísar bæði til ákveðins sögulegs tímabils (til dæmis nýaldar eða tímans eftir iðnbyltinguna um 1800) og tiltekinna gilda, viðhorfa og athafna eins og trúleysi, einstaklingshyggju og þéttbýlisvæðingu sem er stillt upp sem andstöðu við einkenni „eldri“ samfélaga, eins og hefðir, trú og samhygð. Hugtakið er þannig gjarnan notað með vísun í einhvers konar rof milli „okkar tíma“ og fortíðar sem getur verið eftir atvikum miðaldir, endurreisnin eða upplýsingin. Ýmsar heimspeki- og listastefnur hafa vísað í hugtakið í gegnum tíðina, eins og módernismi og nútímalist.

Franska ljóðskáldið Charles Baudelaire notar hugtakið modernité árið 1863 í ritgerðinni Le Peintre de la vie moderne („Málari nútímalífs“) til að lýsa tilveru stórborgarbúa sem einkennist af ómarkvissu flandri milli tímabundinna upplifana og viðburða.

Ýmsir höfundar líta svo á að nútíminn hafi í raun liðið undir lok á 20. öld, ýmist með Síðari heimsstyrjöld, stúdentaóeirðunum á 7. áratugnum eða síðkapítalisma. Þekktastur þeirra sem talað hafa um eftirnútíma sem sögulegt tímabil er franski heimspekingurinn Jean-François Lyotard í bókinni La condition postmoderne árið 1979. Áður hafði hugtakið „póstmódernismi“ verið notað um árabil til að lýsa tilteknum stefnum í myndlist, tónlist og arkitektúr.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.