Fara í innihald

Keisaraliljur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Vepjuliljur)
Keisaraliljur
Fritillaria montana
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Yfirættbálkur: Lilianae
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Ætt: Liljuætt (Liliaceae)
Undirætt: Lilioideae
Ættflokkur: Lilieae
Ættkvísl: Fritillaria
L.
Samheiti
Synonymy
  • Petilium Ludw.
  • Imperialis Adans.
  • Amblirion Raf.
  • Rhinopetalum Fisch. ex D.Don
  • Baimo Raf.
  • Corona Fisch. ex Graham
  • Melorima Raf.
  • Eucrinum (Nutt.) Lindl.
  • Theresia K.Koch
  • Tozzettia Parl. 1854, illegitimate homonym not Savi 1799 (Poaceae)
  • Liliorhiza Kellogg
  • Lyperia Salisb.
  • Korolkowia Regel
  • Sarana Fisch. ex Baker
  • Ochrocodon Rydb.
  • Monocodon Salisb.

Keisara- eða vepjuliljur (fræðiheiti: Fritillaria) er ættkvísl evrasískra[1], norðurafrískra og norðuramerískra jurta í liljuættinni[1].

Það eru um 100 tegundir laukplantna í liljuættinni[2],innfæddar í tempruðum svæðum á norður hveli, sérstaklega á Miðjarðarhafssvæðinu, Suðvestur-Asíu, og vesturhluta Norður-Ameríku. Fræðiheitið er dregið af latínu fyrir teningabikar (fritillus), og vísar líklega til teningamynsturs blóma margra tegundanna. [3]

Fritillaria crassifolia  ; einkennandi fyrir flestar tegundirnar: lútandi blóm með nokkuð brúnum lit og tígluðu mynstri

Vepjuliljur eru náskyldar liljum (Lilium) og líkjast þeim mikið; td með blöðótta stöngla. Þær hafa oft með stór, lútandi, bjöllulaga blóm, stök eða fá saman á stöngulendum[2]. Litur og mynstur er oft óvenjuleg og mikill meirihluti er vorblómstrandi. Hæð er frá tæplega 10 sm upp í yfir 1m. Ákveðnar tegundir hafa blóm með óviðkunnanlegri lykt. Lyktin af Fritillaria imperialis hefur verið sögð frekar vond, meðan F. agrestis, mun minna á hundaskít. Á hinn bóginn hefur F. striata sætan ilm[4].

Flestar vepjulilur innihalda eitraða alkalíóða eins og imperialin; sumar gætu verið banvænar ef væru innbyrtar í allnokkru magni. Sumar þeirra fæla í burt smá nagdýr með lyktinni og er Keisarakróna þekktust fyrir þetta.

Laukar F. affinis, F. atropurpurea og F. biflora eru ætir[5] ef rétt meðhöndlaðir.

Laukar F. pudica og F. camschatcensis er ætir hráir eða eldaðir. Þeir voru víða étnir af innfæddum við norðvesturströnd Kyrrahafsins.[6]

Fritillaria extrakt er notuð í hefðbundnum kínverskum grasalækningum undir nafninu chuan bei mu, og á latínu, bulbus fritillariae cirrhosae. Tegundir eins og F. cirrhosa og F. verticillata eru notaðar í hóstasaft. Þær eru skráðar sem chuān bèi (kínverska: 川貝) eða zhè bèi (kínverska: 浙貝), og eru oft í formúlum blandaðar við extrakt af loquat (Eriobotrya japonica).

Aðal nöfn jurta og réttra tegunda skráðar á "Chinese Pharmacopoeia & National Standards" eru eftirfarandi:[7]

  • 川贝母ChuānBèiMǔ BULBUS FRITILLARIAE CIRRHOSAE:
Flokkaðar eftir lögun/ útliti :松贝 Songbei, 青贝 Qingbei , 炉贝, Ræktað form.
Flokkaðar eftir tegundum:川贝母 Fritillaria cirrhosa D.Don, 暗紫贝母 Fritillaria unibracteata Hsiao et K.C.Hsia, 甘肃贝母 Fritillaria przewalskii Maxim, 梭砂贝母 Fritillaria delavayi Franch, 太白贝母 Fritillaria taipaiensis P.Y. Li, 瓦布贝母 Fritillaria unibracteata Hsiao et K. C. Hsia var. wabuensis(S. Y. Tang et S. C. Yueh)Z. D. Liu,S. Wang et S. C. Chen
  • 浙贝母 ZhèBèiMǔ BULBUS FRITILLARIAE THUNBERGII :浙贝母 Fritillaria thunbergii Miq.
  • 伊贝母 YīBèiMǔ BULBUS FRITILLARIAE PALLIDIFLORAE : 新疆贝母Fritillaria walujewii Regel or 伊犁贝母Fritillaria pallidiflora Schrenk
  • 湖北贝母 HúBěiBèiMǔ BULBUS FRITILARIAE HUPEHENSIS: 湖北贝母 Fritillaria hupehensis Hsiao et K.C.Hsia
  • 平贝母 PingBèiMǔ BULBUS FRITILLARIAE USSURIENSIS : 平贝母 Fritillaria ussuriensis Maxim.

Fritillaria verticillata-laukar eru líka seldir sem bèi mǔ or, í Kampō, baimo (Kínverska/Kanji: 貝母, Katakana: バイモ).

Hinar einkennandi og oft óvenjulega litar vepjuliljur eru gjarnan notaðar sem einkennisblóm. F. meleagris (Vepjulilja) er héraðsblóm Oxfordskíris í Bretlandi, og héraðsblóm Upplands í Svíþjóð, þar sem hún er þekkt sem kungsängslilja[7] („konungsengislilja“). Í Króatíu er þessi tegund þekkt sem kockavica, og skákborðsmynstur blómanna gæti hafa gefið hugmyndina að šahovnica-mynstrinu á skjaldarmerkinu. F. camschatcensis er einkennisblóm Ishikawa-héraðs og Obihiro-borgar í Japan. Japanska nafnið kuroyuri (クロユリ), þýðir „dökk lilja“. F. tenella er einkennisblóm Giardino Botanico Alpino di Pietra Corva, grasagarðs á Ítalíu.

Yfirleitt þurfa þær rakan og frjósaman en ekki blautan jarðveg. Margar tegundir vaxa undir trjágróðri í heimkynnum sínum. Lauka ætti helst að kaupa nýja. Hér eru upptaldar nokkrar tegundir sem eru sagðar ekki kröfuharðar á jarðvegsgerð eða staðsetningu:

Smáar, að 30 sm

F. graeca F. hermonis F. kurdica F. pudica

Meðalstórar, 30 sm – 60 sm

F. acmopetala F. elwesii F. latkiensis F. meleagris F. messanensis F. pontica F. pyrenaica F. whittallii


hávaxnar, yfir 60 sm

F. camschatcensis F. eduardii F. imperialis F. pallidiflora F. persica F. raddeana F. thunbergii F. uva-vulpis

Vistfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Bjöllutegundin liljubjalla (Lilioceris lilii) nærist á vepjuliljum og getur verið plága í görðum. Hún er upphaflega frá Evrasíu en hefur breiðst út um Norður-Ameríku.


Listi yfir samþykktar tegundir

[breyta | breyta frumkóða]
Samþykktar tegundir[1]

Áður taldar með;

[breyta | breyta frumkóða]

Allnokkrar tegundir tilheyrðu áður Fritillaria en eftirfarandi tegundir tilheyra nú öðrum ættkvíslum; Calochortus, Disporum, Erythronium, Eucomis, Lilium, Notholirion. .

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 http://apps.kew.org/wcsp/namedetail.do?name_id=306481[óvirkur tengill]
  2. 2,0 2,1 Garðblómabókin útg. 1995 eftir Hólmfríði A Sigurðardóttir
  3. Kew World Checklist of Selected Plant Families[óvirkur tengill]
  4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. nóvember 2014. Sótt 22. maí 2015.
  5. Field Guide to Edible Wild Plants eftir Bradford Angier 
  6. http://www.sgr.fi/susa/91/stahlbergsvanberg.pdf
  7. http://linnaeus.nrm.se/flora/mono/lilia/friti/fritmel.html